ER-6 í andlitslyftingu

Kawasaki hefur snyrt og pússað ER-6 línuna fyrir 2009, gert útlínur kantaðri og aggressívari.  Sami mótor í báðum en tjúnað mótorinn fyrir meira tog á lágum snúningi.  Ennþá 650 cc línutvistur, 72 hp og um 62 Nm.

kawasaki_er6n_2009kawasaki_er6f_2009_04


Speed Triple a la Italiano

Fyrirtækið Pettinari á Ítalíu fór höndum um Triumph Speed Triple 1050 cc, tók tvöföldu framljósin og setti einfalt ljós, sprautaði eftir sínum smekk, henti öðru nýju stöffi á og fleira. Glæsilegt. 131 hp og 105 Nm tog.  Borið saman við bjánalegu tvöföldu framljósin þá er það svona sem á gera Speed Triple. 

Triumph_SpeedTriple_Pettinari Triumph_SpeedTriple_Pettinari2


Dísel 2x2 ferðahjól

Track T800 er dísel ferðahjól sem vegur ekki tonn eða er mínútur í hundraðið.  Kemur frá hollenska framleiðandanum EVA og er bara sprækt, þar fyrir utan með drif á báðum hjólum, framdrif með glussadrifi og drifjöfnun milli hjóla.  3ja cyl 800 cc common-rail dísel, um 50 hp og um 130 Nm tog.  Eyðslan um 2,5 L á hundraðið sem ætti, með 22 L tanki, að gefa drægni upp á um 1000 km eða 2x-3x meira en sambærileg bensínhjól.  Hámarkshraði um 175 km/klst og um 3,75 sek í hundraðið.  199 kíló þurrvikt.  Verðið um 17.500 € í Hollandi.

Track800tdi


Fireblade á batteríum?

Honda og rafgeymaframleiðandinn Yuasa ætla að leggja krafta sína saman í að búa til alvöru rafmagnsknúið hjól á hleðslubatteríum.  Fyrirtækin eru búin að leggja USD 18 M í púkkið, eða um 2,2 Ma kr.  Svo er að sjá hvernig þetta stenst samanburðinn við 180 hesta línufjarkann í núverandi Fireblade!

Honda_Fireblade_1000


Moto Guzzi borar út

Moto Guzzi kynnir fant með útboruðum mótor frá Moto Guzzi Griso 1100, heitir núna Millipercento BB1 með nýja mótornum.  Þverstæður V2 1420 cc vatnskældur mótor en loftkæling í 1100 útgáfunni. Krafturinn aukist úr 77 í 117 hp. Fínir akstureiginleikar en vandræði með stjórnun á kraftinum, bensíngjöfin virkar sem on/off takki, allt eða ekkert samkvæmt Motociclismo. Verðið mjög í 2007 stíl, USD 30.000 ... :(

MotoGuzzi Millipercento MotoGuzzi Millipercento2


Froskur. Öðruvísi - auðvitað.

Wakan er franskur framleiðandi sem er að hitta á rétta tóninn með þessum Roadster.  1640 cc V-tvistur, 115 hp og 156 Nm tog, krúser í naked búningi.  Vélin hluti af grindinni.  177 kg og hámarkshraði 250. Verðið? 40.000 USD og reikniði núna.

Wakan_roadster1


B-King á sterum

Suzuki B-King er standard með þeim öflugri á tveimur hjólum, 180 hestar með niðurtjúnuðum Hayabusa mótor.  Þessi er kominn með Yoshimura púst, breytt loftinntök, PowerCommander og nítro-inngjöf.  Pústin flottari en í standard útgáfunni.  Ekki vitað hvort nokkur aukaafturdekk fylgja með en alveg ljóst að líftími þeirra er stuttur...

B-king-nitro


Fantur frá Ducati

Ducati frumsýndi nýtt hjól, Ducati Streetfighter, á EICMA í byrjun mánaðar. Mótorinn kemur frá 1098 hjólinu sem þýðir 155 hp og 118 Nm tog.  Alvörudæmi.

Ducati_streetfighter1Ducati_streetfighter2Ducati_streetfighter3


Meiri ferðahjól

KTM sýndi ferðaútgáfu af 990 SM hjólinu á EICMA sýningunni í Milano, stærri tankur, vindhlíf og krókar fyrir töskur.  115 hestar og 97 Nm tog til að drífa 197 kg þurrt.  Cool...

KTM_990smt_1


Benelli með Tre-K í 900 útgáfu

Benelli kemur með Tre-K ferðahjólið í 899 cc útgáfu en fyrir er Tre-K í 1130 cc mótor.  Mótorinn tjúnaður fyrir tog á lægri snúningi en í TnT hjólunum, en gefur samt um 105 hp.  Verðið?  Of hátt...

Benelli_899_tre-k Benelli_899_tre-k_1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband