Ducati Streetfighter fær spólvörn sem standard

Ducati býður 8-þrepa spólvörn (Traction Control) á þremur hjólum, 1098 R Bayliss, 1198 S og nýja Streetfighter S.  Alvöru MotoGP búnaður sem er aðlagaður að götuhjólum.  Þetta þýðir t.d. að það er hægt að svína upp úr beygjum eins og meistari án þess að missa afturdekkið í spól.  Með 155 hesta í afturdekkinu í Streetfighter þá hljómar það nokkuð vel.  Áttunda þrepið er fyrir byrjendur, rest fyrir lengra komna.  Fyrir nörda þá er linkur á pdf skjal sem útskýrir dæmið hér.

Ducati_streetfighter2

 


2009: Fireblade vs R1

MCN tók Hondu CBR 1000 Fireblade og testaði á móti Yamaha R1.  Bæði eru uppfærð fyrir 2009.  Yamaha er með nýja crossplane tækni á sveifarásnum og óregluleg kveikjuröð sem sameinar V-2 tog og línumótor kraft.  Hondan talin betri fyrir byrjendur en þessi Yamaha mótor... snilld.

smelltu hér fyrir MCN video tengil

Yamaha_R1_2009Honda_Fireblade_1000


Rokkaður Bimmi

BMW setur F800R hjólið á markað í maí. Flest ólíkt hefðbundnum Bimma, þarna er 800 cc línutvistur úr F800 línunni, keðjudrif og bensíntankur undir sæti ef myndirnar ljúga ekki.  87 hp og 86 Nm tog á 6000 sn., 204 kg þurrt.  Hefur enginn sagt þeim hvað framljósasettið er ljótt? Að öðru leyti laglegar línur en ekki mikið nostur.  Var nokkuð verið að skrúfa þetta saman í gær?

BMW_f800r_cBMW_f800r_a


Uppfærð sleggja frá Kawasaki

Kawasaki er búinn að fínpússa og yfirfara retró hjólið ZRX 1200, bætt fjöðrun, kveikju og ventla. Seventís lúkkið heldur sér vel, spurning hvort framljósið venjist.  Stálvagga utan um vatnskældan 1200 cc mótor.  Slæmu fréttirnar eru að hjólið er aðeins ætlað japanska markaðnum en aldrei að vita nema það slæðist til Evrópu. 

Kawasaki_ZRX_1200_01


Budget Ducati á leiðinni?

Kjaftasögur eru um að Ducati komi með ódýra útgáfu af racer, budget Ducati SS, með loftkældum 1000 kúbika mótor.  Færri kaupendur en venjulega að racer hjólum frá Ducati, 1198 lendir á ca 6-7 millum hingað komin.  Þannig að ódýrari hjól væri ekki vitlaust. Tölvuteikning.

Ducati_SS


Honda með nýtt retro-hjól í ár

Honda sýndi CB1100F hjólið fyrst árið 2007 og nú á djásnið að koma á markað í ár.  Nettara hjól en CB1300 retró-hjólið sem Honda er með núna, 4 cyl 1100 cc mótor og virðist vera loftkældur en 1300 hjólið er vatnskælt.  Keppinautar eru m.a. Yamaha XJR 1300, Triumph Bonneville, Suzuki Bandit 1250n og Ducati GT1000 .

Honda-CB1100F honda_cb1300
CB1100F (t.v.), CB1300 (t.h.)


Suzuki tekur 1. sætið í budgethjólum hjá MCN

MCN í Bretlandi bar saman 4 ný hjól í ódýra klassanum, naked: Kawa ER-6n, Ducati Monster 696, Yamaha Diversion XJ6n og Suzuki 650 Gladius.  Allt nýjar eða endurbættar útgáfur.  Ducati lenti í 4. sæti (too quirky, of mikið af eigin vilja) en Súkkan tók þetta Grin


Debos eiga afmæli í dag!

Í dag, 6. feb., er eitt ár síðan heimasíða Debos fór í loftið. Komnar um 60 færslur og slatti af myndum. Nú er bara að taka vélina með sér í hjólatúrinn í vor og hlaða inn myndum!

2007_0902new0162_800


ALiEN verkfæri

Hér er græja sem maður verður að fá sér, ALiEN III multi-tool (fjölfæri?), 270 g pakki með öllu sem maður þarf til að bjarga sér á túrnum.  Sexkantar, blokklyklar, skrúfjárn (stjarna, torx og flatt), hnífur, keðjufixari, alls 25 verkfæri úr CrMo stáli. Kemur í Neoprene tösku.  Cyclestore í Bretlandi selur Alien II svona á 33 pund, sjálfsagt hægt að fá þetta ódýrara á Amazon eða öðrum US netverslunum.

alien_3alien_3_4


Nítro með dynobekk

Nítro hefur keypt fullkominn dynobekk fyrir mótorhjól og fjórhjól. Hægt er að mæla hestöfl og tog á öllum tegundum mótor- og fjórhjóla. Bekkurinn er staðsettur á þjónustuverkstæði Nítro að Funahöfða 13, tímapantanir í síma 535-9110.  Dynobekkir mæla kraftinn við afturhjól en ekki við sveifarás (crank) eins og framleiðendur gefa yfirleitt upp.  Krafturinn í dyno er því um 20% minni en það sem framleiðendur gefa upp þar sem aflið er mælt eftir gírkassa, keðju o.fl.  Dyno er oft notaður til að fíntjúna stýritölvu eftir skipti á pústi, breytingar á loftinntaki o.fl.

dynosmall


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband