21.10.2008
Nýjar Prillur
Aprilia er með tvö ný eða uppfærð götu/ferðahjól, Shiver 750 GT og Mana 850. Bæði í kringum 95 hestar, V2 mótor, og um 80 Nm tog á lágum snúningi. Verðið sjálfsagt á bilinu 1-10 millur, eftir gengi dagsins...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008
Að ferðast í retro-stíl
Ducati sýndi ferðaútgáfu af retro-hjólinu, Ducati GT1000. GT1000 Touring er með stóra og feita vindhlíf (rúðu) í ítölskum stíl, króm frambretti og möguleika á töskum. Sami 1000 cc mótor, um 92 hp, loftkældur og með fínu togi á lágum snúningi. Lagt upp úr góðum balans jafnvel með farþega. 1000 GT verður áfram í boði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008
K-Bimmar frumsýndir
BMW frumsýnir nýju K-línuna, stærri 1300 cc línufjarki en sami duolever framgaffall með einföldum gormi, tvöfaldur gaffall en ekki einfaldur eins og menn héldu að kæmi. Drifskaft (Paralever) á mono-afturgaffli. Kemur í 3 útgáfum, GT ferðahjól (160 hp/135 Nm, 255 kg), R roadster eða köggull (173 hp/140 Nm, 217 kg) og S sport (175 hp/140 Nm, 228 kg). S-ið á væntanlega að keppa við Hayabusa og Kawa ZZR1400. Langt á milli hjóla á þessum hjólum sem ætti að gefa góðan hraðbrautarfíling og þægilegt fyrir tvo, minna þægilegt í beygjum. R-ið lítur út fyrir að hafa fengið góðan skammt af járnarusli í kringum luktina...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008
2009 Monster
Ducati kemur með nýjan Monster 1100 sem 2009 módel. Ótrúlega létt 1100 cc hjól, aðeins 169 kg þurrt, S útgáfan með léttari íhlutum og Öhlins dempara að aftan, sparar kíló. V2 mótor, 95 hp/7.500 og 103 Nm/6000. Hörkuafl við lágan snúning - á fisléttu hjóli. Ný fjöðrun að framan og aftan, nýr mono afturgaffall. Og svo er þetta Ducati...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008
Suzuki með nískuútgáfu af 650
Suzuki er með nokkur hjól í 600 cc klassanum og kynnti nýlega Gladius 650 eða SVF650 sem 2009 módel. Ekki er víst að það komi í staðinn fyrir SV650N en líklegt. Sami mótor. Hjólið er kynnt um svipað leiti og budget Fazer frá Yamaha, Diversion 600. Bæði hjólin eiga að keppa við Kawa ER-6n sem byrjendahjól. Bæði Súkkan og Yamminn hafa sleppt léttmálmsstelli og sett eitthvað af stáli í staðinn - sem sparar pening þegar ál kostar á við gull. Svipuð þyngd og afl, 650 cc V2 í Súkkunni, 600 línufjarki, niðurtjúnaður, í Yammanum. Þyngdin aukist um 30-35 kg í Súkkunni miðað við gamla SV650n, retrólúkkið farið á framljósinu en meira naked útlit en á Diversion, sem er með hálf-kápu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008
Stelvio 1200 fyrir hringinn
MotoGuzzi er í V2 fan-klúbbnum, eins og fleiri, og kemur með ferðahjól sem er voldugt og töff. Ætlar sér góða hluti í BMW geiranum sem hefur einokað gæðaklúbbinn fyrir stór ferðahjól. V2 mótorinn er flottur, þverstæður, - eitthvað til að hengja hnén á, litirnir flottir, tog og hestöfl í lagi. 1151 cc, 214 kg þurrt, eitthvað um 105 hp/7.500 sn, Marzocchi gafflar, Bogo einfaldur afturgaffall, drifskaft, Brembo bremsur, allir hlutir í lagi. Bara massívt. Tveir litir, Corsa Red og hvítt. Málið er dautt - þegar evran drullast niður.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008
Ný K-lína frá BMW
Menn telja að BMW komi með uppfærða K-línu fljótlega, a.m.k. sást til þessa hjóls á Salzburgerring. Talið að mótorinn verði stækkaður í 1300 kúbik, yfir 180 hp og yfir 150 Nm í togi. Slagurinn tekinn við Hayabusa og Z1400. K-línan hefur verið með línufjarka (ekki boxer) en það sem er nýtt í þessu er einfaldur gafall (mono-fork) að framan og þá með duolever tækninni sem hefur áður sést á K-hjólunum og þá á tvöföldum gaffli. Einfaldur gaffall þýðir einn stóran bremsudisk væntanlega... Duolever er með einn dempara og gorm. Kosturinn er meiri möguleikar á stillingum og minni bremsudýfa að framan.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008
Yamaha uppfærir R1
R1 er toppracer frá Yamaha og keppnishjólið er núna efst í stigatöflunni í MotoGP þar sem Rossi liggur í beygjunum. Kynnti nýlega uppfærslu á R1 sem 2009 árgerð, ekki mikið gert með mótorinn enda fáir til að kvarta yfir aflleysi. Nýr sveifarás sem gefur tvo extra hesta, alls 182 við 12.500 sn. og bætt tog upp á 115 Nm við 10.500 sn. Kútar undir sæti halda sér en í nýju formi. Stell og kápur eru nýjar og nýr léttmálmsafturgaffall. Bara glæsilegt. Hnakkaskrautið er þó bara til í stuttar ferðir...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2008
Ítalskt einvígi
MCN bar saman MV Agusta Brutale 989 og Benelli 899S í ágúst. Þó Benelli væri bæði aflminna og þyngra þá vildi MCN meina að Benelli kæmi betur út, gæti tekið beygjur í hærri gír og þar með fljótari upp úr þeim. Benelli er með 899cc línuþrist, 118 hp og 78 Nm, Agustan með línufjarka, 142 hp og 92 Nm. Benelli er töluvert ódýrari, ca 7.300 pund í UK sem ætti að gera um 1,7 millur hingað komið. Agustan er þó draumhjólið hjá MCN en líka með draumaverðmiða! 2,6 mkr hingað komið, takk.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008
Strippaður Bimmi
BMW er að vinna í nýjum köggli, F800R sem verður byggður á F800 línunni. Hliðstæðir 2 cyl, 800 kúbik, keðja og stálstell sem þýðir hógværan verðmiða. Eitthvað um 90 hestar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)