BMW 650 GS vs Kawasaki Versys vs Suzuki 650 V-Strom

Nokkur ferðahjól í samanburði MCN.

 


Hvað er gott "reiðhjól" ?

Naked hjól eða streetfighters eru frábær tæki en þegar kemur að því að reiða farþega þá hafa þau einhverja ókosti.  Naked eru yfirleitt létt hjól og stutt sem er galli þegar maður reiðir.  Það skiptir líka máli hvar farþeginn situr.  Stór hluti af lengdinni á naked hjólum er í plastdraslinu fyrir aftan hnakk.  Sem þýðir að farþeginn er í bakinu á manni allan tímann, þrátt fyrir höldur.  Það skiptir líka miklu máli að togið (í Nm) sé mikið og komi inn á lágum snúningi þegar bætt er við 50-90 kg aftast á hjólið - upp á keyrslu á litlum hraða.  Létt hjól þola hliðarvind ver en þung hjól en þyngdarpunktur skiptir líka máli.  Hvað á þá gott "reiðhjól" að hafa? Nokkur atriði:

* Mikið tog (80-90 Nm eða meira) á lágum snúningi
* Þokkalegan kraft (90 Hp+) á ekki of miklum snúningi
* Langt á milli hjóla
* Þokkalega breitt stýri, gjarnan stillanlegt
* Gott sæti fyrir farþega með stoppi (með reim eða steypt þannig, má líka laga með aukahlutum)
* Þokkalega stóran bensíntank (18-20 L eða meira)
* 200 kg eða meira

Upp á lengri ferðir væri líka gott að hafa pláss fyrir hliðartöskur þó maður sé með farþega.

Eitt í hópnum af góðum reiðhjólum:

Suzuki_Bandit_1250SA

Suzuki Bandit 1250S: 98 hp/7.500, 108 Nm tog/3.700, hjólhaf 148,5 cm, 229 kg þurrt, 19 L tankur
Nánast Cruiser tog á lágum snúningi en samt hægt að leika sér án farþega.


Kreppuhjól?

Talandi um 660 cc eins strokka mótorinn frá Yamaha þá er í gangi sögur um að tékkneska Jawa sé að plana einfalt, ódýrt og sparneytið hjól með þessum mótor.  Krafturinn ekki yfirdrifinn, 47 hp, hámarkshraðinn um 150 km/klst.  Sixties lúkk, byggt á stálramma, tvöföldum dempurum að aftan, stálgaffall, framleiðslukostnaður eins lágur og hægt er.  Verðið hér þá í kringum 6-700 þús.  Enn eru þetta bara spekulasjónir en hver veit?

 Jawa660M


Sterkur single Yammi

Yamaha MT-03 er eins strokka dýrgripur, að vísu bara um 47 hestar / 6000 sn. og 56 Nm/5700 sn. tog en samt, flottur frágangur og bara gaman. 660 cc, 174 kg og frekar há sætishæð.  Yamaha á einhvern lager af þessum hjólum, danska Yamaha býður helmingsafslátt, hjólið hefði átt að kosta um 130.000 dkr en er á tilboði núna á 70.000 dkr.  Þar sem skattar eru háir í Danmörku á hjólum þá er aldrei að vita nema að Mótormax bjóði þessi hjól á skikkanlegu verði hér heima, ef þeir komast inn í þennan díl.  Þetta hjól biður mann um að koma út og leika!

Yamaha_MT-03Yamaha MT-03 2


Sjálfskipt Prilla

Aprilia Mana 850 er komin á markað í Danmörku og verðinu hefur verið potað niður í 130.000 DKK, sem er ekki slæmt, miðað við að hjól eru almennt dýr í Danmörku, skattpíningin jafnvel meiri en hér.  Mana er með V-2 mótor, 840 kúbík, 76 hestar og hlaðið nýjungum.  Stærsta nýjungin er sjálfskipting með handskiptivali, einir 3 valmöguleikar á skiptingu: 7 gíra handskipting, 1-upp/niður á sjálfskiptingu og svo venjuleg sjálfskipting.  Stórt farangursrými (rúmar hjálm o.fl.) þar sem bensíntankurinn er venjulega, í staðinn er bensínið geymt undir sætinu.

Aprilia_Mana_1 Aprilia_Mana_2


Kawi í þjöppun

Kawasaki er að vinna í aflaukningu fyrir drekann, ZZR1400. Lágþrýsti-túrbó er fengið að láni úr bílaiðnaðinum þar sem höggið við innkomu er minna en í með venjulegu túrbói og aflaukningin jafnari yfir kraftsviðið.  Menn spá 250 hestöflum (úr 195 standard) og hámarkshraða yfir 330.  Hvað gerir Hayabusan? Ef Kawinn nær forskoti með þessa tækni, hvernig verður þá ER6-N með túrbó frá verksmiðju?  90 hestar og 170 kg væri góð blanda.

Kawasaki_Z1400_blck

 


Honda sexa á Akureyri

Honda, eins og Benelli, kom með sex strokka línumótor í CBX hjólunum á áttunda áratugnum. 1050 kúbik, 105 hestöfl og með tvöföldum diskabremsum að framan og disk að aftan, sem var ekki alveg algengt þá. Þetta glæsilega hjól er til sölu hjá bilasalinn.is á Akureyri (hvar annars staðar?), allt uppgert og sett á það litlar 1.790 þús...

Honda_1050_6Honda_1050_6b


Benelli með byrjendahjól

Benelli heldur áfram að dæla út nýjum hjólum, nú á að taka slaginn við byrjendahjól eins og Ducati 696, Kawa 650 og Hornet.  Mótorinn er eins og í 1130 hjólunum mínus einn strokkur, er núna 756 cc línutvistur sem gefur 90 hesta.  Verðið á að vera skaplegt eða í kringum 7000€.  Nafnið Benelli 756 due er stæling á nafni á frægu hjóli sem Benelli var með fyrir 35 árum og var sex strokka, Benelli 750 Sei.  Þeir sex strokkar afköstuðu 71 hesti og þótti svakalegt, núna gera tveir strokkar 90 hesta með sama kúbíkfjölda.

Benelli_756-dueBenelli_756-due2Benelli_750_sei


Honda með tilboð í mars

Ekki það að menn séu almennt á leið út í búð til að endurnýja en Bernharð er með tilboð á nýjum Hondum út mars.  Þarna er til dæmis CBF 1000 F, var áður á 1.529 þús en er núna á 1.290 þús, nokkurn veginn sama verð og í fyrra ef minnið svíkur ekki.  CB 600 Hornet var á 1.386 þús, er núna á 1.090 þús.

Honda_CBF1000

CBF 1000 F


Búa til eigin Bonnie

Triumph er með fínpússaða útgáfu af Bonneville sem 2009 módel, nýjar felgur o.fl.  Nýtt að á heimasíðu Triumph er hægt hlaða aukahlutum á Bonnie (plús 2 aðrar gerðir) og sjá hvernig það kemur út, svipað og margar amerískar bílasíður eru með.  Linkurinn á síðuna er hér.  Auðvitað er mest gremjulegt hvað hjólið er ódýrt í Bretlandi eða um 950 þús, helmingi ódýrara en hér.

Triumph_Bonneville_09 Triumph_Bonneville_accessories

Standard - og með nokkrum aukahlutum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband