11.8.2009
Racer vs raketta vs golfbolti
Richard Hammond í þættinum Brainiac á BBC setti upp race milli sín á Hondu Fireblade og rakettu. Svo var þarna öflugur golfari sem stillti upp með góðu járni...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2009
Svartur Harley
Harley Davidson kom með naked hjól í fyrra, XR1200, nú bæta menn öðru x-i við og sprauta allt svart sem þeir ná í. Töff útlit. Mótorinn er ennþá afleiða frá Sportster, 1200 cc loftkældur V-mótor með 90 hestum við 7000 sn. og heilum 100 Nm í togi strax við 3700 snúninga. Fjöðrun að aftan hefur verið uppfærð og gerð stífari og sportlegri.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009
Nýr Norton í september
Norton er álíka sögufrægt enskt merki og Triumph og hefur oftar en einu sinni reynt að koma með ný hjól á síðustu árum - og jafnoft farið á hausinn. Nú lofa menn nýjum Norton Commando 961 í september, loftkældur tveggja cyl mótor með 80 hp og 90 Nm togi. Tvöfaldir Öhlins demparar að aftan, Brembo bremsur. Bara fallegt. Verðið alltof hátt, 16 þús pund í Bretlandi eða um 3,2 millur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009
Leður - tyrkneskt eða alvöru
Var að díla að tyrkneska leðursala, sem voru 150% fagmenn að eigin sögn. Buðu leðurbuxur (sem mig vantar) og við fyrstu sýn alveg OK. Þeir settu kveikjaraloga á leðrið og það fuðraði ekki upp. Good point. Hvar voru rennilásarnir til að tengja við jakkann? Hvergi. Hvorki stutt í bakið eða 360°. Hlífar á hnjám og mjöðum. W'll fix that. Yeah sure. Þeir voru með hlífar sem ég hefði getað klippt út úr Bónus tjalddýnu. Kostar 1000 euros my friend back in Germany, sagði þjóðverjinn sigri hrósandi, I am professional, I know real leathers from copies. Yess. Ég fór í dæmið, alltof þröngt um hnén, alltof vítt um mittið. Samt gaf smellan sig í mittið þegar ég andaði djúpt. Rennilás á jakka sem ég prófaði gaf sig við fyrstu upprenningu. You'll get it for 300 USD my friend. Ég bauð kannski 100 ef hlífar sem ég prófaði myndu virka. Þær virkuðu ekki. Gaurinn bauð 150 USD. Saumar voru að gefa sig ef ég beygði mig. Enginn díll. Heppinn að komast út óbarinn, en með fullt af tei í maganum.
Moral of the story: Ekki kaupa tyrkneskt eða á túristastöðum. Kaupa af viðurkenndum aðilum. Louis býður þessar fyrir 130 evrur (ca 23 þús kr) ef þú átt leið um Þýskaland, www.louis.de . Hef keypt af þeim gegnum postorder og virkar 100%. 150%. Alpinestar og þekkt merki hafa verið skotin niður í testum þannig að verð er ekki alveg sama og gæði. Nema í Tyrklandi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009
Honda með ný V4 hjól 2010
Honda heldur áfram að endurbæta V4 mótora, er með einn í VFR800 hjólinu og fleiri hjól eru í bígerð sem 2010 árgerð. Honda byrjaði snemma með V4, eitt af þeim flottari er NR 750 hjólið sem kom 1992. Hver strokkur var sporöskjulaga og í reynd tvær stimpilstangir á hverjum stimpli, eins konar dulbúin V8 sem V4. 8 ventlar á hverjum strokki, 32 stykki alls. Með því að hafa stimplana svona breiða var hægt að hafa slaglengdina stutta og þar með var hægt að þeyta rokkinn í yfir 15.000 snúninga, sem var mikið þá. Hestöflin voru 125, sem þætti ekki mikið í dag, en þarna var fullt af nýjungum eins tölvustýrð innsprautun, pústið undir tailinu, carbon hlífar, títanlögð framrúða o.fl. Nú er bara að sjá hvaða fídusum Honda treður inn í nýju V-fjarkana.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009
Fleiri krúserar frá Triumph
Því var haldið fram hérna á síðunni að Triumph Thunderbird 1600, nýi krúserinn frá Triumph, væri fyrsti alvöru krúserinn frá bretunum. Það má deila um það, Triumph framleiðir tvö hjól sem er hægt að flokka sem krúser, blendinginn Bonneville America og malbiksrifjárnið Rocket með 2,3 L mótor. America er afbrigði af Bonneville, með lægri sætishæð, meira hallandi framgaffal og búið að krukka í mótor til að ná fram meira togi á lægri snúningi. Helsti kosturinn við America er lág vikt, aðeins 226 kg þurrt (sem er ca 25 kg lægra en í sambærilegum krúserum, t.d. Suzuki Boulevard 800) og sprækur mótor. Mótorinn er hliðstæður tvistur, 865 cc, 62 hestar við 6800 sn. og togið 74 Nm við 3300 sn. Verðið í Bretlandi er líka í lægri kantinum, ca 6.200 pund nýtt, notuð mun ódýrari. Svo er þetta Triumph, rock'n'roll attitude!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009
Meira tvígengis
Ítalska Cagiva framleiðir 125 cc Mito sem var tekin til breytinga, borað út í 200 cc og sett forþjappa við (supercharger), skipt um felgur, dempara o.fl. Árangurinn er 90 hestar í hjóli sem er innan við 100 kg. Fantaútlit.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009
Kawabusa kokkteill
Ef manni líkar mótor í einu hjóli og áseta í öðru, hvað gerir maður þá? Maður blandar. Þessi tók stell af Kawasaki ZRX1200 árg. 2003 og setti í það mótor, bremsur, hjól o.fl. úr Suzuki Hayabusa úr 2005 módelinu, bætti hinu og þessu við eins og Yoshimura pústi, taili frá GSX-R 1000 og ýmislegt annað smálegt úr hinum og þessum hjólum. Flott. En að vera uppréttur, án rúðu, á 250 km hraða er sjálfsagt ekki gaman...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrifinn af tvígengispælingum. Robin Tuluie hefur hannað tvígengis racer með 772 cc mótor úr snósleða frá Polaris (þess vegna nafnið Tularis), hjól sem gefur 183 hesta (!) við 8700 snúninga, og aðeins 119 kg að flytja. Gixxer hestöfl í fluguvikt. Svo vita guðirnir hvort þetta fæst samþykkt af umferðaryfirvöldum. Áfram tvígengis!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009
Triumph tekur á Harley
Thunderbird er fyrsti almennilegi krúserinn (hippinn) frá Triumph og nú á að taka slaginn við Harley Davidson. Mótorinn er 1600 cc hliðstæður tvistur (ekki V2), 85 hp og um 146 Nm í togi. Þyngdin um 310 kg þurrt, sem er víst lágt í krúser. Feitt afturdekk, 200 mm á breidd. En fyrir utan mótorinn þá er þetta hjól eins og hver annar krúser og ekki mikið af nýrri tækni eða hugsun. Meiri upplýsingar á Triumph síðunni, þar er líka hægt að hanna sitt eigið hjól með aukahlutum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)