7.10.2009
Versys í andlitslyftingu
Snilldarhjólið Kawasaki Versys fær andlitslyftingu fyrir árið 2010. Þar með hefur Kawinn endurnýjað öll hjólin í ER-6 línunni en mest af Versysnum er úr þeirri línu, eins og mótor og megnið af stelli. Mótorinn er óbreyttur, hliðstæður 650 cc vatnskældur tvistur. Hjólið fær ýmsar útlitsbreytingar, ný framljós a la BMW, betri spegla, nýtt frambretti o.fl. Á aukahlutalistanum er m.a. handahlífar, hituð handföng og 12V tengi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2009
Nýr Triumph Rocket
Triumph hefur uppfært og breytt Rocket, mótorinn enn 2300 cc þristur en með meira afli og togi upp á heila 224 Nm. Ásetan breytt og gefur hjólinu meiri streetfighter karakter. Nú á að keppa við Vmax frá Yamaha og B-King frá Suzuki. Krúser einkennin ennþá áberandi og þyngdin rúmlega 300 kg.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009
Honda CB1100 á markað
Loksins gerir Honda alvöru úr því að setja retró hjólið CB1100 á markað, Debos sögðu frá þessu hjóli í febrúar sl. Hjólið verður kynnt á Tokyo sýningunni í næstu viku ásamt Café Racer útgáfu. Engir spekkar ennþá.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2009
Diversion með heilkápu
Yamaha kom með byrjendavæna útgáfu af Fazer á síðasta ári, XJ6 (naked) og XJ6 Diversion (hálfkápa). Á næsta ári kemur Diversion með heilkápu útgáfu sem á að keppa við Suzuki GSXF650. Diversion er með niðurtjúnaðan 600 cc fjarka frá Fazer, með 78 hesta sem koma inn við lægri snúning en Fazerinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2009
Bandit í andlitslyftingu
Suzuki Bandit 1250N fær andlitslyftingu í 2010 módelinu, svona til að fitta betur við minna módelið, 650N. Sami mótor og stell og áður en nýtt sæti, nýir mælar og ný lukt. Gömlu góðu hringluktirnar greinilega á útleið. S-módelið, með hálf-kápu er óbreytt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009
Alvöru tourer frá Suzuki
Suzuki kynnir nýtt/gamalt ferðahjól, Bandit 1250 með heilli kápu (full-fairing). Mótor og stell frá Bandit 1250, snilldarmótor með 98 hestum við 7.500 sn og krúsertog, 108 Nm við aðeins 3.700 sn. Kápan er með útliti frá GSXF 650 og nýja hjólið er með módelheitið GSX 1250 FA, létt gixxer útlit á ljósinu en þar með hættir samlíkingin við gixxer. Suzuki aukahlutir eins og töskur o.fl. Súkkan ætlar að keppa í verðum við jálka eins og Yamma FJR 1300 og ST1300 frá Hondu, sem heyrir bráðum sögunni til. Nýr block buster í Evrópu, ekki spurning.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009
Kawi Z1 gengur aftur
Kawasaki Z1 900 var goðsögn á áttunda áratugnum, '76 og '77 módelin voru með 900 cc loftkældum 82 hp mótor og ekki yfirdrifið þung, um 230 kg. Yfir 30 ára reynsla japanska Bulldock fyrirtækisins og allir nýjustu og bestu íhlutir hafa gert kraftaverk fyrir þennan öldung, nokkur nánast handsmíðuð/breytt hjól seljast árlega frá fyrirtækinu með verðmiða upp á 8 millur...
Lífstíll | Breytt 11.9.2009 kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2009
Honda V4 full af nýjungum
Honda er að undirbúa kynningu á nýjum V4 hjólum sem eiga að koma í staðinn fyrir VFR og Pan European sport/ferðahjólin. Mótorinn er nýr, 1200 cc V4. Meðal nýjunga þar er Displacement-On-Demand (eins og þekkt er í V8 Hemivélinni frá Chrysler/Jeep) sem þýðir að strokkar (sprengirými) eru virkjaðir eftir aflþörf, í krúsi eru 2 af 4 strokkum virkir en ef þörf er á meiru afli þá fara 1 eða 2 til viðbótar í gang. Mótorinn er því tvistur, þristur eða fjarki, eftir þörfum. Sparar bensín á langferðum. Maður spyr sig samt hvenær það var eitthvað aðalatriði í hjólatúrum. Mótorinn á að hafa svipaðan crossplane sveifarás eins og nýi Yamma R1 mótorinn sem á að þýða betra tog á lægri snúningi. Sögur um að mótorinn (með ram-air hjálp) gefi um 200 hesta. Slagur við Busu? Einnig verður tvöföld kúpling eins og VW/Porsche er með í sínum sportbílum þar sem kúplingin gerir ráð fyrir næsta gír þannig að kassinn virkar sem sjálfskipting. Þarna verður völ á þrem skiptimöguleikum, Drive, Manual og Sport. Hjólin eru í prófun eins og er en væntanlega verða þau kynnt fljótlega eða á EICMA í Milano í nóvember. Myndbandið, sykruð auglýsing frá Honda, er (kannski) þess virði að berja augum og eyrum því í lokin má heyra hvernig þessi mótor hljómar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009
Rándýr
Þegar enginn á einu sinni pening fyrir Hondu-eftirlíkingu made in China þá er um að gera að segja frá einu dýrasta mótorhjóli í heimi. Roehr 1250 racer. Handsmíðað í USA. Mótorinn V-2 frá Harley Davidson V-Rod, 1250 kúbik og hent á hann forþjöppu (charger). 196 kg og 180 hestar sem gefur hraða upp á 306 km/klst. Handsmíðuð grind, hönnuð af William Roehr himself. Roehr er hluti af Harley samsteypunni. Handleggjaslítandi 155 Nm tog, í góðum Harley stíl. Allir íhlutir fyrsta flokks, Öhlins demparar fram og aftur, Marchesini felgur, pústið samsetning af Vance&Hines og Akropovic. Bara Ducati er með í þessu race. Verðið: litlar 7,3 millur og margfaldið það með ca. tveimur til að fá íslenskt verð. MCN tekur ofan hattinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2009
Ducati með nýtt ferðahjól í haust
MCN náði njósnamyndum af arftaka Multistrada ferðahjólinu frá Ducati, giskað er á að nýja hjólið fái nafnið Strada Aperta (opinn vegur). Mótorinn kemur frá 1098 hjólinu, sem er vatnskældur V-2 með 160 hestöfl og 122 Nm tog, sennilega niðurtjúnaður í þessu hjóli til að fá meira tog á lægri snúningi. Myndirnar eru lélegar njósnamyndir eða ágiskanir en hjólið verður formlega kynnt á EICMA sýningunni í Milano í nóvember.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)