14.1.2010
Ný MV Augusta F4
Nýtt módel, með flestöllu nýju, mótor, stell og afturgaffall. Nýr 1000 cc mótor, 186 hp, hlaðið af elektróník, 8-stiga traction control (spólvörn), tvö innsprautunarskema (maps), regn/sport, aðeins 192 kg.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2010
Strípuð Fireblade
Fyrirtæki Rolands Sands í LA breytir hjólum, hér er ein Honda Fireblade 1000 sem hann hefur farið höndum um. Luktin er frá Hornet en flest annað hefur haldið sér úr racernum s.s. tankur o.fl. Clip-on stýrið farið og flatt, heilt stýri í staðinn. Vance&Hines púst og felgur frá Performance Machine.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2009
BMW racer með 183 hesta út í hjól
Nýi BMW racerinn, S1000RR, gerir það gott í dyno-testum, mælist 183 hp út í hjól, BMW gefur upp 200 hp við sveifarás (crank). Það er heilum 28 hestum meira en Yamaha R1 sem mælist 155 hp út í hjól. Venjulega munar um 20% á dyno og því sem framleiðandinn gefur upp við sveifarás. Mismunurinn er út af aflmissi við gírkassa og annarri yfirfærslu út í hjól.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009
BMW með þvera sexu
BMW kynnti hugmyndahjól á Milan sýningunni, hjól með þverstæðri 1600 cc línusexu eins og Honda var með í sínu CBX hjóli fyrir 30 árum. Hjólið sjálft er ekki líklegt til framleiðslu samkvæmt BMW en mótorinn verður í næstu kynslóð malbiksferðahjólsins LT sem á að koma á næsta ári. Strokkunum er þjappað vel saman þannig að mótorinn á ekki að vera mikið breiðari en venjulegur línufjarki.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2009
Ný Honda Shadow 750
Honda heldur áfram að dæla út nýjum hjólum, nýr byrjendakrúser á að taka slaginn við Harley Davidson Sportster 883. Lág sætishæð, upprétt áseta, mjúkstillt innsprautun á 750 cc vatnskældum mótor og stöðugt stell á að tryggja áhyggjulausa ferðir. Aflið ekki yfirdrifið, vægast sagt, 42 hestar og 61 Nm tog.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009
Honda uppfærir CBF1000
Sport tourerinn frá Hondu, CBF1000 fær uppfærslu fyrir árið 2010. Nýtt álstell og 1000 cc línufjarkinn fær yfirhalningu sem gefur aukið afl. Mótorinn fær auka 9 hesta, verður 106 hp/9.000 og togið 96 Nm við 6.500 sn. Innsprautun endurstillt til að gefa meira tog á millisnúningi. Ný aðalljós í ætt við CBR racer línuna, ný fjöðrun og ný díóðuljós að aftan og í stefnuljósum. Blandað ABS (framan og aftan) verður staðalbúnaður. Ólíkt fallegra hjól en forverinn þó breytingarnar séu ekki miklar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009
Betri boxerar
BMW er búinn að taka 1170 cc boxer mótorinn í gegn og uppfært 1200GS og RT ferðahjólin, fyrir möl (GS) og malbik (RT). Mótorinn er með tvöföldum yfirliggjandi kambás, gefur 5 extra hesta eða 110 við 7.750 sn. og 120 Nm tog við 6.000 sn. Ýmsar aðrar smábreytingar ættaðar úr HP2 hjólinu t.d. stærri ventlar, álbullur o.fl. Bæði hjólin eru fáanleg með ABS bremsum og rafstýrðri fjöðrun (ESA II).
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009
Harley járn
Harley Davidson Sportster er til í nokkrum útgáfum, þessi heitir 883 Iron. Mótorinn 883 cc og með flata togkúrfu enda það sem skiptir máli í krúsinu, ekki hestöflin.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009
Kawasaki með nýjan Z1000
Kawasaki kemur með glænýja útgáfu af Z1000 hjólinu 2010. Nýr og stærri mótor, 1043 cc, álstell (sem ekki hefur verið áður), lægri sætishæð, láréttur afturdempari o.fl. Mótorinn er 136 hp og 110 Nm tog, tjúnaður til að gefa kraft á lægri snúningi en forverinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009
Honda kynnir VFR 1200F
Loksins kynnti Honda hjólið sem pressan hefur beðið eftir (og vitað lengi um), arftaki VFR800 og Super Blackbird, ferðahjólið VFR1200F. Hlaðið tækninýjungum eins og tvöfaldri kúplingu (eins og Porsche) og sprengirými eftir álagi (DOD). V4 1240 cc mótor með fantaafli, 170 hestar við 10.000 sn. og 129 Nm við 8.750 sn. Verðmiðinn óljós en örugglega alltof dýrt fyrir handónýta krónu. Bara fallegt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)