Ducati með nýjan Monster 2011

Ducati kemur með milligerð af Monster, 796 cc sem 2011 módel, á milli 696 og 1100. Þessi 796 cc mótor verður 87 hp í léttum streetfighter, 167 kg þurrt.

796_2.jpg796_3.jpg

Triumph með uppfærðan mílugleypi

Triumph kynnir nýjan Sprint GT sem er ferðaútgáfa af Sprint sport-tourer (ST) sem er áfram í boði. Töskur, nýtt púst, ný innsprautunarskemu og endurbættur mótor, 1050 cc, með 130 hp og tog upp á 108 Nm á lægri snúningi en áður eða við 6300 sn. Á að keppa við Hondu VTR og fleiri.

 triumph_2010_sprint_gt.jpg


Honda CB1100 í sölu í Japan

Honda hefur loksins sett CB1100 retró hjólið í sölu í Japan en ekki er víst að það skili sér í sölu til Evrópu eða USA. 87 hp línumótor, 248 kg. Glæsilegt hjól. 

 


Nýr Benelli Café Racer

Benelli hefur sett á markað nýjan 900 cc Café Racer í Bretlandi með yfirförnum mótor, nýtt hedd, nýjar bullur, kambásar og fleira.  Vatnskældur 3ja strokka línumótor sem gefur um 120 hp, tog ekki gefið upp en hefur alltaf verið flott hjá Benelli.  Nýtt prógramm (map) á innspýtinguna sem gefur mýkri inngjöf á lægri snúningi. Marzocchi framgaffall og 320 mm Brembo diskar að framan.  Alvöru íhlutir. Verðið um 8.500 pund í Bretlandi.

 

benelli-cafe-racer-899_1.jpg

Triumph Thruxton. Lokaútgáfa.

Triumph Thruxton hefur verið lokaútgáfa af Café Racer dæminu, samkvæmt Triumph (er Triumph Ísland farið á hausinn?), hingað til. Austurríski dílerinn Jörgen Schnaller hefur tekið dæmið og lokadiffrað það, komið með útgáfu sem heitir "Greymouth". Wilbers fjöðrun framan og aftan. Með Keihin blöndunga, Raask púst, háþrýsti bullur, portuð og slípuð hedd, og high lift kambása. 26 hp yfir standard útgáfu sem er 69 hp, með þessari útgáfu þá 95 hp. Verðið er sennilega um 6 millur hingað komið (16.000 GBP). Dream on.

schnaller_thruxton_1.jpg  schnaller_thruxton_2.jpg


UVEX slær kíló múrinn í lokuðum hjálmum

UVEX er með koltrefja (carbon) hjálma sem fara niður fyrir kílóið í vikt. Koma í tveim hjálmstærðum en með mismunandi fóðri fæst allur skalinn í stærðum, allt frá XS til XL. Þessir eru á helmingsafslætti hjá Louis.de í Þýskalandi, eru testaðir bak og fyrir og kosta 240 evrur sem gerir um 57 þús hingað komið með pósti (enginn tollur á hjálmum, bara vsk).

uvex_carbon.jpg hjalm_maeling.jpg


Super Ténére 1200

Fyrir utan FZ8 hefur Yamaha reynt að hypa upp kynninguna á nýrri mulningskvörn, malarferðahjólið Super Ténére 1200.  BMW ferðahjólin sett í siktið.  Framdekkið 19", 17" að aftan.  Þriggja þrepa spólvörn og tvö innsprautunarskemu, sport og touring.  ABS að sjálfsögðu. Mótorinn í þessum nýja Yamma er vatnskældur línutvistur, 1200 cc, 108 hestöfl við 7250 sn., togið 114 Nm v/ 6000 sn.  Flott tog enda veitir ekki af miðað við þyngd sem er um 240 kg þurrt.

Yamaha_super_tenere_xt1200z


Nýr Fazer

Yamaha hefur loksins afhjúpað myndir af nýja FZ8 (naked) og FZ8 Fazer (hálfkápa). Mótorinn líkist stóra bróður FZ1 en er 800 cc línufjarki og líklegt að hann sé um 120 hp.  Kemur í staðinn fyrir gamla FZ6 með 600 cc línufjarka.

yamaha_fz8n yamaha_fz8s


Tjúnaður Kawi Zephyr 1100

Moriwaki er þekkt nafn í breytingabransanum í keppnishjólum og hefur áður tjúnað gamla vöðvabúntið frá Kawasaki, Zephyr 1100.  Í þessari útgáfu er ný fjöðrun, nýr, sérsmíðaður afturgaffall sem rúmar 180 mm breitt dekk og nýtt sérsmíðað púst í retró-stíl.  Mótorinn boraður úr 1100 í 1250 cc og þar með fást 110 hp út úr dæminu.  Falleg vinna.

Kawasaki_Zephyr_Moriwaki_2 Kawasaki_Zephyr_Moriwaki


Ducati skellir sér í kvartmíluna

Ducati ætlar að blanda sér í slaginn með steratröllum frá Yamaha Vmax og Suzuki B-King.  Njósnamyndir sýna hjól með vatnskældan V-mótor, 1400 cc og um 170 hesta.  Afturdekk upp á heila 240 mm.  Spurning hvað þetta gerir fyrir kvartmíluna. Eða hvort Ducati ætlar sér áfram í krúser deildina, Triumph annar ekki eftirspurn, mitt í kreppunni, með sinn Thunderbird krúser.

Ducati_Vyper_2 Ducati_Vyper


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband