8.10.2010
Speed Triple í megrun og makeover
Speed Triple frá Triumph væri eitt flottasta naked hjól á götunni (svona ef það væri flutt eitthvað inn af því) - nema fyrir ljósin. Gömlu twin ljósin voru ljót en þau batna ekki við 2011 uppfærsluna. Allt annað yfirfarið og bætt, 5 kg léttara, 5 hp sterkari 1050 cc mótor. En ljósin, guð minn góður, vinsælasti aukahluturinn hlýtur að vera single round headlight...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2010
BMW K1600 sexa
BMW K1600 er nýtt ferðahjól með nýrri 1600 cc sexu, línusexa sem á að vera sú grennsta af sinni tegund. Hjólið verður frumsýnt í næstu viku í Köln. Sexan á að gefa 160 hp við 7500 sn. og heila 175 Nm í togi við 5000 sn. Og það besta, 120 Nm er strax komnir við 1500 snúninga.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2010
Nýr gixer á leiðinni
Nýr GSX-R er á leiðinni, nýtt stell, smá breytingar á mótor, what else is new? Súkkan er að tapa fyrir Hondu og Yamma, ekki spurning. Samt enn flottasta hjólið.
"Factory insiders say the say the bikes have a minor engine tweak, some styling changes and a new frame. The new 600, which will be launched alongside an identical-looking GSX-R750 with the same upgrades, is set to appear at this years round of bike shows, with its first appearance scheduled for the Cologne show in October.Chief among the changes is a new-look air intake design, with four separate inlets, stacked in pairs on either side of the headlights. The designs also show a return to the stacked headlight design that was a trademark of the GSX-R range for much of its life, and which Suzuki had departed from with the current GSX-R600 and 750 machines." Frá motorcylenews.com

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010
Retro Kawi uppfærður
Kawasaki uppfærir retro módelið W650 í módel með stærri mótor, hliðstæður tvistur upp á 800 cc og sennilega um 60 hp. Keppinauturinn er Triumph Bonneville sem er með 865 cc mótor upp á 69 hp.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harley Davidson kynnti nýjan meðlim í Sportster fjölskyldunni, Sportster 1200 Forty-Eight. Strípaður Sportster, solo-sæti, V2 1200 mótor, speglar snúa niður á stýri og framdekkið er feitt og stórt, 130 mm. Tankurinn bara um 9 lítrar enda ekki ætlunin að túra á svona hjóli. Grjóthart lúkk.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2010
Nýtt Ducati vöðvabúnt spottað
MCN segir frá nýju vöðvabúnti frá Ducati með Testastretta V2 1198 mótor úr Multistrada, 150 hp og um 135 Nm togi. 40 gráðu hliðarhalli, best in class. Verður sýnt á Mílanó sýningunni í nóvember. Debos sagði frá þessum hugmyndum í janúar sl. en það var önnur mynd af því hjóli, en sama konsept.
Lífstíll | Breytt 18.7.2010 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Shoei (XR 1100 og Raid II) og Schuberth C3 eru á tilboði núna hjá Louis.de. Shoei hjálmarnir (heilir) eru á verði frá 250 eur og Schuberth (C3 kjálki) frá 370 evrum. Shoei ætti því að vera á ca 55 þús hingað kominn og C3 á ca 79 þús. C2 er ódýrari (ca 310 eur). Enginn tollur á hjálmum bara vsk og flutningur (ca 25 eur pr hjálm). Hef keypt Schuberth af þessum gaurum og allt staðist eins og stafur á bók. Jafnvel möguleiki að fá þýskan vsk endurgreiddan ef maður nennir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010
Kawi endurvekur 400cc línu
Kawasaki ætlar að markaðssetja litlabróður ER-6, nýja línan er svipuð en með 400cc hliðstæðan tvist, með kápu (ER-4f) og naked (ER-4n). Á að brúa bilið milli 125 og 600 cc í stíl við 8. og 9. áratuginn en þá voru þannig hjól að toppa sölulista. Kreppumerki? Engir spekkar ennþá.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010
Horex - gamalt nafn - ný V6a
Horex er gamalt þýskt hjólamerki sem var framleitt frá 1923 til 1956. Nýir eigendur með helling af eru komnir með nýtt hjól sem fer á markað 2011. Horex VR6 er með 15 gráðu V6 með þremur yfirliggjandi kambásum, þrem ventlum á strokk, og sveifarásdrifna keflaforþjöppu (supercharger). Álstell og monogaffall að aftan. Hestöflin milli 175 og 200. Verðið um 20.000 evrur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010
Moto Guzzi Nevada afmælisútgáfa
Moto Guzzi Nevada módelið er 20 ára og því setja Ítalarnir afmælisútgáfu á markaðinn - en bara á Ítalíu. Fallegur krúser með 750 cc V-mótor og drifskafti, bara fallegt, en kraftlítið, 47 hp. Í Bretlandi má fá lítið notað 2010 módel (ekki afmælisútgáfu) fyrir um 5000 pund sem ætti að gera um 1,5 millu hér heima.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)