B-King komið með íslenskt verð

B-King er ofurhjól frá Suzuki, þetta outrúlar öllum streetfighterum á markaðnum, Yamaha með sinn MT-01 á ekki sjens.  Ofurhestöfl, ofurtog, álstell sem rúmar þetta allt saman.  B-king var sýnt sem hugmyndahjól árið 2001 og þá stóð Bé-ið fyrir Bi-turbo, menn ætluðu sér stóra hluti með tveim forþjöppum.  Síðan kom vopnahlé í baráttu risanna um hestöfl, menn ákváðu að takmarka hraðann við 300 km/klst.  Með Hayabusunni í 2008 módelinu komu súkkumenn með mótor sem gerði turbo óþarft, miðað við 300 km markið.  1340 cc mótorinn í Hayabusunni var nægur.  Í B-King er búið að tjúna þennan 4 cyl línumótor niður í 184 hö /9500 og 145 Nm/7200, 235 kg þurrvikt.  Enda hver vill vera á naked á 300 km hraða?  Nú er B-king komið í framleiðslu og fyrstu hjólinn berja malbikið hér í vor.  Hægt að svissa milli 140 hö og 184 hö.  Feðgarnir í Suzuki hjólaumboðinu eru varkárir og gefa upp verð með öllum mögulegum fyrirvörum, verð fyrir B-King er upp á 1.920 þús sem er gott verð (í ónýtri krónu) fyrir hugsanlega besta streetfighter í heiminum í dag.  Ameríkanar hafa sett forþjöppur í B-King og fá 550 hö, anyone...

B-KING_2B-king_3


Afturhjólstjakkur frá Louis.de

Testaði Schuberth hjálminn í dag, sólglerið alger snilld.  Pantaði hann á laugardegi og hann var kominn frá Louis.de á föstudegi.  Flíspassaði. Enginn tollur á hjálmum, bara vaskur sem maður getur kannski fengið endurgreiddan þ.e. þýska vaskinn.  25 kall, kostar 80 kall hérna heima.  Nú er pæling að taka inn afturhjólatjakk sem gerir allt viðhald á afturhjólinu auðveldara, keðjusmurningu, keðjustrekkingu, lofttékk, þrif etc.  Hjólið stendur líka beint með þessum tjakki til að tékka á olíu og spara pláss í skúrnum, hjólið hallar ekki.  Þetta er þýsk gæðavara frá Moto-Detail, stillanlegt bil og gúmmígrip.  Verðið er 30 evrur úti sem gerir ca 6.300 til 7.100 kr eftir því hvað margir panta, því fleiri því ódýrara, hugsanlega má fá þúsara pr stk. tilbaka til viðbótar ef við fáum vaskinn niðurfelldan hjá Þjóðverjum.  Einnig hægt að fá hjólasnúning t.d. fyrir framhjól á sama verði frá sama framleiðanda.  Er líka að spá í upphituð handföng fyrir mjög svala miðaldra menn, svo ofursvala að þeir fá kuldadof í fingur yfir Hellisheiði á venjulegu íslensku sumarkvöldi.  Verð ca 8.800 kr fyrir hitara, deluxe týpa með stillanlegum wattafjölda.  Öll verð miðuð við 115 kr/€.  Hringið í mig eða mailið, ég panta a.m.k. tjakkinn fyrir mig á mánudag - nema að krónan fari til helvítis þann daginn, þá verður kæling á öllu. Smellið á myndir til að stækka, smellið á linka fyrir neðan myndir til að fá frekari upplýsingar.

Afturhj_tjakkur Afturhj_tjakkur_2  hjolarullur  handfangahitarar
Linkur                       Linkur                      Linkur                       Linkur


Goldwing á Herbalife: Evo 6

Honda kynnti nokkur hugmyndahjól á sýningu í haust m.a. þennan streetfighter, Evo 6, með 6 cyl boxer mótor úr Goldwing sófasettinu, 1800 cc.  Boxerinn í Goldwing er um 118 hö/5.500 og togið um 167 Nm/4.000 sn.  Sennilega verður þessi mótor, kominn í Evo 6, tjúnaður fyrir fleiri hestöfl og minna tog og menn lofa megrun upp á 200 kg eða þar um bil, miðað við Goldwing.  Goldwing er núna yfir 400 kg (votvikt) þannig að ekki veitir af smá aðhaldi.  Auðvitað verður Goldwing framleitt áfram í óbreyttri mynd, rétt eins og Viagra og Lazy-boy...

Honda_Evo_6cyl Honda_Evo


Nýr Bimmi - HP2 Sport

BMW er komið með nýtt hjól, blöndu af racer og streetfighter, HP2 Sport, eiginlega mest racer. 2 cyl boxermótorinn, 1200 cc, kemur frá R1200S en með nýjum heddum (tvöf. kambás) o.fl. sem gefur kraft upp á 130-140 hö og 115 Nm tog.  Breitt afturdekk þannig að hægt er að halla hjólinu þar til strokkarnir fara að neista í malbikinu. Ohlins dempari (Svíþjóð) að aftan og Brembo (Ítalía) bremsur að framan.  Ný hugsun fyrir besserwissera, ekki endilega allt best í Munchen.  Það á greinilega að hella sér í slaginn við Japani sem hafa einokað racera í 20 ár eða meira - og fleiri racer hjól á leiðinni frá BMW.  Verklegt tæki!

BMW_HP2_sport1 BMW_HP2_sport2

Linkur á flott vídeo af hjólinu in action hér.


Bimota – léttur götustrákur

Enn einn ítalskur götustrákur (street fighter) með fuglabeinagrind (XXXX) í stelli sem ítölum finnst möst fyrir naked hjól - eða bara öll hjól, Ducati innifalinn.  Sama hvað menn segja um ítalska hönnun, þessi hönnun er að verða þreytt á hjóli eftir hjóli - þó að fuglar hafi fundið hana upp.  Bimota er orðið sjálfstætt aftur (eftir skilnaðinn frá sænska Husaberg) og ætlar að koma sér í sjaldgæfa hópinn, uppblásið merki, feitur verðmiði, tvísýn gæði, mikill hagnaður.  1100 cc loftkældur V2 mótor, 95 hö/8000, 103 Nm tog við 4750 sn.  Flottar tölur í togi, lágur snúningur.  Samt klassísk ítölsk hönnun og bara 170 kg þurrvikt sem hlýtur að vera met í 1100 cc flokknum.  Verð í Bretlandi? Lítil 16.600 pund sem ætti að gera ca 4 millur hingað komið.  Klikkað verð.  Allavega má kíkja á prjónið (wheelie-ið) á videóinu (keyra 2svar til að fá flæði).

Bimotadb6r2

Video:

6 cyl Suzuki í haust

Suzuki Stratosphere var sýnt sem hugmyndahjól (concept) á sýningu árið 2005 og nú telja menn að Suzuki setji gripinn í framleiðslu sem 2009 árgerð.  Menn spá að þessi nýi 6 cyl 1100 cc Suzuki verði sá kröftugasti frá Súkku hingað til, yfir 200 hö og tog á við Herjólf.  En 6 cyl hjól hafa komið áður, bæði Benelli og Honda komu með svona gripi á áttunda áratugnum.  Gallinn var að menn voru með nánast þverstæða hurð fyrir framan lappirnar og viðgerðareikninga dauðans.  Triumph og Honda (í Goldwing og Rune) hafa haldið við 6 strokka (V eða boxer) og höfðað til eldri geirans. Það nýja er að Suzuki hefur pakkað þessum 6 strokkum í línuform sem tekur svipað pláss 4 cyl línumótorar.  Sett nýja fídusa í rafkerfið, t.d. díóðu framljós og sett racer lúkk á dæmið.  Plús að halda viktinni niðri, nokkuð sem Hondu dytti aldrei í hug með Goldwing.  Verðmiðinn?  Hærri en menn eiga að venjast frá Suzuki. En hver vill ekki hafa 6 rör á milli lappana?

Strat_7_900 Strat-3_900


Schuberth kjálki á útsölu

Feisum það, við erum með frekar lélegar dollur á hausnum.  Þó að AGV hjálmurinn minn sé á 30 þús hérna heima þá er enginn vandi að fá sér meiri gæði á hausinn - og þar með dýrara.  Schuberth er í flokki með Shoei og þykja top of the line.  Löggan notar t.d. Schuberth C2 kjálkahjálm sem ættu að vera meðmæli.  Louis.de er að bjóða Schuberth Concept kjálkahjálma á 150 evrur sem ætti að gera um 30 þús hingað komið, þó er það bara silfur sem er í boði á þessu verði, en í öllum stærðum.  Innbyggt sólgler.  Aðrir litir eru dýrari, 250 evrur.  Þessir hjálmar kosta um 80 þús. hérna heima.  Koma í stærðum sem eru með 2 cm millibili þannig að það ætti að vera auðvelt að fá hjálm sem passar, þó maður hafi ekki mátað.

Schubert_kjalki_silfur_matt Schubert_opinn


Benelli fyrir byrjendur

OK, það ráða ekki allir við 135 hesta og 125 Nm í 3 cyl 199 kg pakkningu eins og 1130 cc hjólin frá Benelli eru. Eða verðmiðann, 8-9000 pund í Bretlandi.  Benelli hefur tekið mark á þessu og búið til nákvæmlega jafnfalleg hjól í minni útgáfu, 117 hö/10.500 sn og 79 Nm/8.500, 199 kg þurrvikt.  900 cc sem ætti að geta hrætt byrjendur án þess að drepa þá strax.  7000 pund í Bretlandi sem ætti að gera ca 1,2 - 1,3 m.kr. hingað komið ef pundið fer eitthvað niður. Fleiri töff liti, Benelli! 
 

899_tnt_yellow 899tnt_7000GBP


Kantaður KTM

KTM hefur hingað til verið mest í drullumöllurum, kross og enduro, fyrir utan steraköggulinn og götuhjólið Duke.  Nýverið kynntu þeir grjótharðan racer, KTM 1090 RC.  V2 mótor með 155 hö/10.000 sn og 120 Nm tog við 8000 sn, undir 200 kg.  Bregst við minnstu hreyfingu en ekkert óvænt. Kemst næst því að lesa hugsanir manns segja blaðadómar og eini racerinn sem kemst næst nýju Hondu Fireblade 1000.  Ofurstíft stell og útlitið er kantað og flott.  Stóri gallinn er víst fjöðrunin sem þolir illa óslétt malbik en virkar 100% á keppnisbrautum.  Semsagt ekki sjens að sjá svona hjól á okkar salthaugum...

ktm_racer rc8_wht


Benelli - hjólið, ekki byssan

Benelli á Ítalíu hefur framleitt hjól (og byssur) lengi en er kominn með línu sem er inniheldur bæði naked, ferðahjól og racera.  Ferðahjólið minnir á supermoto, í evrópskum stíl, hátt undir lægsta punkt, frekar litlar felgur með götudekkjum og nokkuð langt milli hjóla.  National Powersports í Boston (sem margir íslendingar hafa skipt við) er að selja þessi hjól á USD 13 - 14.600 sem gerir ca 1,8 - 2,2 millur hingað komið, auðvitað ódýrara beint frá Ítalíu.  3 cyl 1130 cc línumótor með ca 125-135 hö og 115 - 125 Nm, við lágan snúning, þyngd ca 200 kg.  Racerinn líka núorðið með 1130 cc mótorinn tjúnaður í 160 hö.  Samsett stál og álstell.  Töff hjól og ekki spillir nafnið.  Alls staðar toppeinkunn, toppíhlutir. Náum okkur bara í umboðið!

IMG_9605 IMG_8649 IMG_8612 IMG_3376


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband