7.6.2008
Tilboð á nýjum hjólum
Yamaha (Motormax) er með tilboð á nokkrum nýjum hjólum, gömlum árgerðum en ný hjól. Yamaha Fazer (FZ1s) með hálfkápu á 1.095 þús, 150 hö, 1000 cc, var á 1.850 þús. MT-01 köggull 1700 cc á 1.450, var á yfir tvær. Honda er líka með tilboð, slær ca 100 þús af flestum hjólum, t.d. CBF 1000 er núna á 1.175 þús.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008
Nýr Vmax 2009
Nýr Yamaha Vmax (eða MT01) er á leiðinni sem 2009 árgerð. 1800 cc, V4 mótor, heilir 210 hestar. Nú á að jarða B-King...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008
Versys 1000 í pípunum?
Menn telja að Kawasaki bori út 2 cyl línumótorinn í Versys og setji 1000 cc útgáfu á markað 2009, gæti litið svona út. Taki slaginn við Suzuki V-strom og Ducati Multistrada, bæði með þúsara útgáfu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008
Kawi ER-6n - extra naked
n-ið stendur fyrir naked hjá Kawasaki ER-6n, fyrrv. debó-hjól, þessi skrældi sitt alveg niður, lítur bara vel út. VerSysinn í þessari útgáfu, takk!
Lífstíll | Breytt 23.5.2008 kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008
Bestu allrounders í MCN
Breska Motorcycle News (MCN) hefur í gegnum tíðina testað yfir 400 hjól og er með safn af þeim bestu, þeim sem fá 5 stjörnur (af 5). Það eru 58 hjól af yfir 400 sem fá þannig einkunn og af þessum 58 eru 12 alhliða (allrounders) sem fá 5 stjörnur. 13 með Hondu 125... sem fær toppeinkunn fyrir að flytja 10 eða 100 milljón Asíubúa til vinnu á hverjum degi. Þeir líta líka á hvað þú færð fyrir peninginn sem er allt annað í Bretlandi en hér. Þannig að þetta er enginn hæstiréttur. KTM er með 4 hjól af þrettán sem segir sína sögu. Testið er hérna. M.a. eru þarna Benelli TnT 1130, Honda CBF 1000, Kawasaki ER-6, KTM 1000 SuperDuke, Suzuki SV1000 og Yamaha FZ1.
Þessi fær toppeinkunn, Yammi FZ1, 150 hö niðurstilltur frá R1.
Lífstíll | Breytt 24.5.2008 kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008
Road Movie
Komst yfir þetta myndband í kvöld (sjá myndbandalista) - það þarf greinilega að slípa tæknina.
Lífstíll | Breytt 14.5.2008 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008
Dýr merki í djúpum
Leðurgallar (bæði heilir og skiptir) voru prófaðir í Ride blaðinu, samantekt hér. Menn prófuðu slitþol (abrasive), rifþol (tear), sauma, rennilása o.fl. Ekkert samband var á milli verðs og gæða því Hein-Gericke galli á 200 pund kom einna best út í heilum göllum en Alpinestars galli á 1.500 pund (ca 250-350 þús hér) kom illa út, eins Dainese á 1000 pund. Það er ágætis Hein-Gericke búð á Great Western Road í miðbæ Glasgow. Þessi nýi tvískipti (2 pc) galli frá ProBiker (ekki prófaður) virðist vera vandaður, ytri carbon hlífar, tvöfalt leður á álagspunktum o.fl. Kostar 200 evrur hjá Louis sem ætti að gera ca 42 þús hingað kominn (=124), 25 kall ef menn kaupa hann úti í Berlín eða Hamborg. Svo er bara hvort menn fíla hvíta racer lúkkið...
Lífstíll | Breytt 24.5.2008 kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008
Ódýr Evrópuracer frá USA
Fischer racer er hannaður af bretanum Glynn Kerr sem hefur komið nálægt ýmsum evrópskum hjólum t.d. Aprilia, Triumph og Ducati. Fischer MRX er léttur racer, framleiddur í USA, með 650 cc V2 mótor frá Hyosang í Kóreu, stíft álstell, Ohlins dempara og Brembo bremsum. Gamli Súkku SV650 mótorinn á licence, peppaður upp í 92 hö/77 Nm og sprækt, evrópskt útlit, ólíkt öllu því sem frá USA kemur. Aðeins 167 kg þurrt. Verðið um 8 þús USD sem ætti að gera um millu hingað kominn. www.fischer1.com
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008
Bakbrynja
... er eitthvað sem maður ætti að fá sér, einn sem datt í Ártúnsbrekku (eða hvort gamalmennið keyrði á hann) tætti leðurgallann en var með bakbrynju og slapp lítið meiddur. Hann ætlar aldrei að hjóla aftur nema með brynju. Á vídeói (linkur og nokkrar myndir hér f. neðan) var sýnt hvernig Lorenzo, hot shot í HM í 1000cc flokknum, datt nýlega í Shanghai á æfingu, rann á bakinu á malbikinu í bakbrynju en sleppur með ökklameiðsl (sem hann fékk í lendingunni úr heljarstökkinu, high-side crash). Hvað annað en Louis.de er með bakbrynju á 20 eur á útsölu (ca 6 þús hingað komin) eins og þessi gerilsneyddi þjóðverji sýnir hér til hægri. Spáum í þetta, útsölur hjá Louis vara ekki að eilífu. Nítró er með svipaða brynju á 13 þús og upp.
Lífstíll | Breytt 9.5.2008 kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008
Nýr köggull frá Honda
Honda sýndi nýjan köggul (muscle bike eða streetfighter) í vetur, CB1000R sem á að koma í staðinn fyrir gamla CB900 Hornet. Spekkar liggja ekki alveg fyrir enda ekki farið að framleiða hjólið enn. Talið að mótorinn, 4 cyl lína frá racernum Fireblade, verði tjúnaður niður í 127 hö/10.000 og 100 Nm/8.000 sn. Viktin 194 kg þurr. Ýmislegt annað frá hinum velheppnaða Fireblade t.d. bremsur og demparar. Hjólið á að keppa við köggla með svipað rúmtak eins og KTM Super Duke, Yamma FZ1n og Kawa Z1000. Flottur mono afturgaffall en pústið er eins og loftræstistokkur. Yamminn, FZ1n, hefur þó enn vinninginn í krafti, 150 hö og 106 Nm við sömu snúninga, niðurtjúnað frá R1 racernum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)