Imp factor 2: Yamaha XJR 1300

XJR 1300 frá Yamaha er í góðum retro-stíl, allt samt ný tækni á bak við voldugt útlit.  Að vísu loftkældur mótor en annað á sínum stað, tölvuinnsprautun, stillanlegir demparar (Öhlins að aftan) o.fl.  Þyngdin heil 222 kg þurrt, 4 cyl, 98 hestar v/8.000 og togið 108 Nm v/6.000.  Nóg afl við lágan snúning.  Yamaha kallar þetta mótorútlit "In-your-face-architecture"...  Danska Yamaha býður þessi hjól með ca 20% afslætti, þá 2007 módel, en þau eru nánast eins og 2008 hjólin.  Aldrei að vita nema eitthvað slæðist inn í Mótormax á niðursettu verði.

yamaha-xjr1300


Útsala hjá Mótormax

Mótormax (Yamaha o.fl) á Kletthálsi er með útsölu þessa dagana, fatnaður og fylgihlutir upp í 70% afslátt.  Öll hjól með viðbótarafslætti.  Hér er slóð á auglýsingu.

Utsala_Motormax


Imp factor: Triumph Bonneville 50 ára

Triumph Bonneville verður 50 ára á næsta ári og af því tilefni koma nýjar útgáfur af drottningunni.  Classic svart og 50th Anniversary í ljót/fallegri enskri litasamsetningu, blágrátt-orange.  Mótorinn hliðstæðir (parallell) 2cyl 865 cc upp á 68 hp/7000 og 69 Nm/5.800 sn.  Bara fallegt.  Sunnudagarúntur í réttum dress code, ekkert sitt af hvoru tagi takk fyrir.  Stífbón hina daga vikunnar...  Verðið er í kringum 1,6 millur hjá Triumph á Íslandi.

Triumph_Bonneville_ClassicTriumph_Bonneville_50th


Honda með V5

Honda mun líklega kynna uppfærðan VFR á næsta ári, koma með V5 (!) mótor upp á 1000 cc, 3 strokkar fram, 2 aftur.  Sport tourer, hraðbrautagleypir.  Munu slaufa breytilegum ventlatíma sem hefur bara hikstað í þeim gamla VFR 800.  Endurbætt ABS að framan og sennilega skriðvörn sem ætti að gefa öruggari framúrakstur í bleytu.  Tölvuteikning.

Honda_vfr_1000


Yamaha með tvígengis götuhjól?

Menn halda að bæði Yamaha og Honda séu að þróa nýja tvígengismótora, mótorar sem hurfu milli '70 og '80 í götuhjólum vegna mengunar.  Það var fyrir daga tölvutækninnar í innsprautun.  Kosturinn við tvígengið er mikið lægri mótorvikt, betri afköst og lágur framleiðslukostnaður.  Með fullkominni tölvustýringu á innsprautun, ventlum o.fl. og lokaðri smurrás (enginn blár reykur) mætti fá 70 hesta út úr 350 cc mótor og hjól upp á 130-140 kg :) .  Smurð elding, takk fyrir.  Tölvuteikning af nýjum Yamaha RD350 (sem var einu sinni til og braut mörg bein í óvönum) gæti litið svona út.

Yamaha_RD350_060M


5 algeng mistök í hjólaviðhaldi

Samkvæmt Visordown.com eru 5 algengustu mistök byrjenda í hjólaviðhaldi þessi:

1. Ofhersla á keðju.  Veldur sliti á tönnum, gírkassa og keðju.
2. Custom paint. Þó að þér finnist það flott þá lækkar það endursöluverð.
3. Ofhersla á boltum.  Notaðu átakslykil og farðu eftir manual.
4. Trassa að þvo hjólið á veturna.  Saltið er enga stund að skemma. 10 mín þvottur gerir kraftaverk.
5. Nota röng verkfæri.  Þó flatkjaftan sé góð til síns brúks þá á hún ekki að sjást nálægt hjólum.

flatkjafta


Verð og gæði sitthvað í hjálmum

Bretar hafa innleitt nýtt skema fyrir hjálmaprófanir, Sharp, sem er ítarlegra en núverandi EC stöðlun.  Niðurstöðurnar eru sláandi, ekkert samband milli verð og gæða. Mjög dýrir hjálmar frá þekktum framleiðendum fá 2 til 3 stjörnur meðan ódýrir hjálmar geta fengið 5 stjörnur.  Þessi hjálmur frá Lazer, LZ6, fær toppeinkunn, 5 stjörnur, en fæst á 80 evrur hjá Louis.de, ca. 15-16 þús. hingað kominn með öllum gjöldum.  Hjálmurinn er til mörgum útgáfum, þó bara þessi eins og er hjá Louis.

Lazer

 


Harley strippar

Harley Davidson sendi frá sér hjól í vetur sem er tilraun til vinna markað í naked hópnum.   HD XR1200 er með upptjúnaðan mótor frá 1200 Sportster, 90 hestar við 7000 sn. og 100 Nm tog.  MCN fór yfir dæmið, fannst margt vel gert, basic Harley fílingur, frískari en margt annað frá HD en smíðagæði á við pólskan slipp... logsuða og slípirokkur.  Stefnuljósin eins og jólakúlur í jólatré.  Fallegt? Nei, eiginlega ekki.

HarleyXR1200_1 HarleyXR1200_2


Ofur-Kawi í gerjun

Ef þú átt góðan mótor þá er um að gera að nota hann í ýmsum útgáfum, breyta tölvukubbnum og hræra í hestöflum og togi.  Kawasaki notar 1400 cc mótorinn í ferðahjól (GTR1400) og kvartmílu (ZZR1400) og nú er naked útgáfa í pípunum. Z1400 sem 2009 módel?  Tölvuteikning.

kawasaki_Z1400


Réttur dempari skiptir máli

Feisum það, ef framleiðendur ætla ná verðinu niður á hjólum þá byrja þeir að spara á íhlutum t.d. dempurum.  Racer hjól eru með fyrsta flokks dempara og verðið er eftir því.  Afturdempari, rétt stilltur og vandaður, skiptir gríðarlega miklu máli.  Réttur afturdempari límir afturhjólið við malbikið í beygjum, ódýr dempari (plús léleg eða köld dekk og lágur loftþrýstingur) gefur kúlulegutilfinningu.  Nitron í Bretlandi framleiða fyrsta flokks dempara og smíðagæðin eru mikil.  Sérkútur fyrir gasið í dýrari týpunum eins og í Öhlins dempurum, sem eru í flestum gæðahjólum.  Nitron framleiðir í flest hjól og þeir koma forstilltir miðað við upplýsingar sem maður gefur þeim (road/track, þyngd).  Hægt að stilla forþrýsting, rebound dempun og, ekki síst, stiglaus lengd sem þýðir að maður getur á einfaldan hátt stillt sætishæð. Not bad. Verðið frá 250 til ca 500 pund í Bretlandi.

Nitron_dempari


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband