Færsluflokkur: Lífstíll

BMW með nýjan tourer - F800 GT

BMW uppfærði sinn 800 cc tourer, úr ST í GT, 5 hp sterkari mótor (90 hp), ABS standard, fullt af aukahlutum t.d. Electronic Stability Control (ESC)  og Electronic Suspension Adjustment (ESA), 2 cyl parallell mótor, 86 Nm tog.  Verðið út í bláinn, væntanlega...

BMW f800gt-1

bmw-f-800-gt-8_800x0w


Honda með retro CB1100 fyrir Evrópu

Honda-CB1100_007Honda sýndi þennan retró sem concept-hjól á sýningu 2007.  Fyrst aðeins til sölu í Japan, Ástralíu og Nýja-Sjálandi en er nú komið til USA og Evrópu.  Keppir við Bonneville og markhópurinn miðaldra menn að leita eftir hjólinu sem þeir aldrei gátu keypt í kringum 1970-1980.  Ljúft hjól segir pressan, fullkomið nostur við smáatriði.  Loftkældur 4 cyl 1140 cc mótor, 245 kg, 85 hp/7500 sn. og tog upp á 91 Nm/5000 sn.  Verðið um 10.000 USD í USA.

 


Nýr Yammi FJR 2013

Myndir hafa lekið á netið af uppfærðum Yamaha FJR 1300 ferðahjóli.  Nýir mælar, nýjar hliðarkápur, aðeins breytt grind, að öðru leyti eins hjól og kom nýtt 2001, með ABS 2003, val á sjálfskiptingu 2006.  Hjólið er 142 hestar v. 8000 og 134 Nm tog v. 7000 og hefur löngu sannað sig sem frábær tourer.  Yamaha virðist ekki ætla að breyta mikið góðri uppskrift en engir nýir spekkar á mótor hafa lekið út.  Hjólið verður sýnt á sýningunni í Köln í næstu viku.  

Löggan er með þetta hjól eins og allir vita og hafa stimplað útlitið inn í minnið.  Þegar löggan losnaði við Harald Davíðs beljurnar og fór að nota þetta hjól fór hún að ná árangri.

Yamaha FJR 1300 2013 


Bimota DB9 með orkupakka frá Ducati

Bimota kynnti nýjan streetfighter í vetur, DB9 Brivido, með mótor frá Ducati, Testastretta 11 sem er að finna í Ducati Diavel og fleiri hjólum frá Ducati.  Mótorinn gefur 162 hesta sem er gott í 177 kg hjóli.  Hjá Bimota byggja menn utan um driflínu frá öðrum framleiðendum en leggja sjálfir til stell úr áli og króm-molybden léttmálmi.  Bremsur frá Brembo, púst frá Arrow, gaffall frá Marzocchi og svo skreytt með koltrefjum.  Frágangur í sérflokki. Verðið er ekki fyrir dauðlega.

bimota-db9-brividobimota-db9-brivido2 


Ódýrari Streetfighter frá Ducati

Streetfighter frá Ducati, með 1100 cc V mótor, fær félagsskap fljótlega, útgáfu með 848 cc mótorinn frá Evo supersport. Verðmiði undir 10K pund í Bretlandi. Í kringum 130 hestar og 94 Nm.

Ducati Streetfighter 848-1 


Frábært Snæfellsnes

Góður túr í kringum Snæfellsnes í síðustu viku, hiti 16-19 stig, Nesið í hátíðarskapi! Tæpir 500 km, menn voru stirðir eftir túrinn en brostu allan hringinn...

10082011896s 


Benelli með afmælisútgáfu

Benelli hefur framleitt mótorhjól í 100 ár og fagnar afmælisárinu með sérstökum útgáfum (Century Racer) af TnT 899 og 1130.  Litlu breytt nema áletrun á tanki og Alcantra leðursæti en 1130 er eitt fallegasta hjól ever, með eða án afmælis.  1130 er með 129 hp á 8500 sn. í 3 cyl hliðstæðum 1130 cc mótor. Marzocchi gaffall, Sachs afturdempari, Brembo bremsur og aðrir topp íhlutir. 

Benelli 1130+1+(3)

Benelli 1130+1+(5)

 

 


Honda með nýtt 700 cc með DCT

Honda kom með tvöfalda kúplingu (DCT) í nýja VFR 1200, tækni sem gerir hjólið hálfsjálfskipt og hefur verið til í Audi/VW bílum.  Tvöföld kúpling þýðir að ein kúpling sér um oddagíra (1., 3. og 5.) og önnur kúpling um jafna gíra (2., 4. og 6.).  Þegar einum gír sleppir er næsti gír tilbúinn og kúplaður.  Nú hefur nýtt 700 cc hjól verið spottað á þessari njósnamynd, fyrir utan DCT er hjólið frekar low-tech, hliðstæður tvistur, sprækt án þess að vera ofurhjól.  Verður sýnt í Milano í nóvember og í sölu á næsta ári.

Honda-700-CBF-Spy

 

 


MV Agusta með nýjan topp racer

MV Agusta frá Ítalíu er með nýjan racer, F4 RR. Línufjarki 998 cc, 201hp við 13.400 sn. með hámarkshraða 297 km/klst. Vera í góðum galla?  Títan ventlar, aerospace léttmálmur í bullum, 43 mm Öhlins UpSideDown framdemparar, TTX 36 Öhlins fullstillanlegur afturdempari, Öhlins stýrsdempari, tvö Magneti Marelli kveikjukort (maps), Brembo bremsur, allt topp íhlutir. 

MV Agusta F4 RR 2012 


Aprilia Tuono V4 R

Aprilia hefur skrælt kápuna af RSV4 racernum og sett á markað naked útgáfu, Tuono V4 R. Mótorinn er V4 1000 cc, 162 hp og 110 Nm. APRC kerfi sem er spólvörn, prjónstýring o.fl. Nokkur kveikiskemu (maps). Bara fallegt.

Aprilia_Tuono-v4r-1Aprilia_Tuono-v4r-3 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband