Færsluflokkur: Lífstíll
11.3.2011
Harley með Softail Blackline
Harley Davidson er með nýja strippaða útgáfu af Softail sem heitir Blackline, 1600 cc mótor, hestöfl ekki gefin upp en togið er 121 Nm/3.600 sn. Aksturseiginleikar þykja hörmulegir en lúkkið svíkur aldrei.



Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011
SR 500 í sparifötum
Yamaha er "feel-good" hjól, retro jálkur með töff útlit á sínum tíma. Einn strokkur, kick-start sem skildi annað hvort hjólið eftir í gangi eða eigandann upp í tré. Hörku sleggja með flott sánd. Engin afköst í dag en þjóðverjar hafa tekið dæmið og sett í spariföt, léttmálms gaffall, Wilbur demparar, Harley tankur, svartar teinafelgur, scrambler týpa af pústi og blandað gott í poka frá Kedo Performance Products.
1993 módelið (með þeim síðustu) gaf þó bara 24 hp/6000 sn og 36 Nm tog á eins strokka loftkældum en það eru sjálfsagt til fullt af miðaldra gæjum sem eru tilbúnir í verðmiðann, sem er ekki gefinn upp.
Orginallinn lengst til vinstri.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2011
Retró Japanir í endurnýjun
Sanctuary Japan tekur blómaskeið naked hjóla í Japan, seventies og eighties hjól, snikkar allt til með nýja fjöðrun, dekk, púst og eitt og annað smálegt. Markaðssetur á feitum verðmiðum til þeirra sem hafa efni á því. Kawi Z serían (900 og 1000), Honda CB og Súkka Katana. Smart thinking.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011
Brutale
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010
Nýi Kawi ZX-10 settur í topp, 303 km/klst
Nýi Kawi ZX-10 er flottur og hefur fengið góðar viðtökur. Hjólið hefur hins vegar verið afturkallað (recall) í USA sennilega vegna galla í inngjöf. Hjólið verður ekki lagfært heldur endurgreitt sem þýðir alvarlegan galla. Þessi driver var ekki mikið að spá í galla, setti græjuna í 300 á almennum vegi í USA og setti þetta á YouTube.

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2010
Suzuki með nýtt naked - GSR 750
Suzuki kemur með nýtt naked hjól 2011, GSR 750 sem hefur fengið ýmislegt lánað nýja Kawa 750. Súkkan er með niðurtjúnaðan 750 cc frá gixernum, búið að eiga við ventla og kveikiskemu til að fá meira tog á lægri snúningi. Mótorinn gefur um 120 hp.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010
Mýktur KTM racer
KTM hefur mýkt upp brautarútgáfuna af racernum RC8R með mýkri elektróník og ýmsum uppfærslum. Þetta villidýr er með 1200 cc V2 mótor, 160 hp og 120 Nm tog. 182 kg þurrt. Gert fyrir dauðlega en hægt að nota á brautinni og liggja á olnbogunum ef vill.

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010
Triumph Tiger 800
Triumph kynnti nýjan mílugleypi á dögunum, Tiger 800 ferðahjólið jafnt fyrir möl sem malbik. 800 cc vatnskældur línuþristur, 95 hp og tog upp á 79 Nm/7.850 sn. Stillanleg sætishæð. XC útgáfan er meira ætluð fyrir möl, kemur með fleiri aukahlutum og 21" framdekki.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2010
Moto Guzzi V7 Classic
Moto Guzzi V7 er reyndar ekki með V7 mótor, því miður, heldur með loftkældan, þverstæðan V2 mótor í ýmsum gerðum, sami mótor í öllum. Mótorinn gefur ekki mikið afl, 48 hp og 52 Nm en togið kemur fljótt inn og nær hámarki við 3600 sn. Drifskaft og glæsilegt retro útlit í þessari Classic gerð. Kostar um 6.400 GBP í UK, sem er ekki neitt miðað við gæði og útlit.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010
Honda Crossrunner
Honda kynnir ferða- og götuhjól, Crossrunner sem 2011 árgerð. Með VFR 800 cc mótor, 100 hp og 80 Nm tog.

Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)