11.11.2009
Honda uppfærir CBF1000
Sport tourerinn frá Hondu, CBF1000 fær uppfærslu fyrir árið 2010. Nýtt álstell og 1000 cc línufjarkinn fær yfirhalningu sem gefur aukið afl. Mótorinn fær auka 9 hesta, verður 106 hp/9.000 og togið 96 Nm við 6.500 sn. Innsprautun endurstillt til að gefa meira tog á millisnúningi. Ný aðalljós í ætt við CBR racer línuna, ný fjöðrun og ný díóðuljós að aftan og í stefnuljósum. Blandað ABS (framan og aftan) verður staðalbúnaður. Ólíkt fallegra hjól en forverinn þó breytingarnar séu ekki miklar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.