29.8.2009
Rándýr
Þegar enginn á einu sinni pening fyrir Hondu-eftirlíkingu made in China þá er um að gera að segja frá einu dýrasta mótorhjóli í heimi. Roehr 1250 racer. Handsmíðað í USA. Mótorinn V-2 frá Harley Davidson V-Rod, 1250 kúbik og hent á hann forþjöppu (charger). 196 kg og 180 hestar sem gefur hraða upp á 306 km/klst. Handsmíðuð grind, hönnuð af William Roehr himself. Roehr er hluti af Harley samsteypunni. Handleggjaslítandi 155 Nm tog, í góðum Harley stíl. Allir íhlutir fyrsta flokks, Öhlins demparar fram og aftur, Marchesini felgur, pústið samsetning af Vance&Hines og Akropovic. Bara Ducati er með í þessu race. Verðið: litlar 7,3 millur og margfaldið það með ca. tveimur til að fá íslenskt verð. MCN tekur ofan hattinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.