24.8.2009
Ducati með nýtt ferðahjól í haust
MCN náði njósnamyndum af arftaka Multistrada ferðahjólinu frá Ducati, giskað er á að nýja hjólið fái nafnið Strada Aperta (opinn vegur). Mótorinn kemur frá 1098 hjólinu, sem er vatnskældur V-2 með 160 hestöfl og 122 Nm tog, sennilega niðurtjúnaður í þessu hjóli til að fá meira tog á lægri snúningi. Myndirnar eru lélegar njósnamyndir eða ágiskanir en hjólið verður formlega kynnt á EICMA sýningunni í Milano í nóvember.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.