Leður - tyrkneskt eða alvöru

Var að díla að tyrkneska leðursala, sem voru 150% fagmenn að eigin sögn. Buðu leðurbuxur (sem mig vantar) og við fyrstu sýn alveg OK. Þeir settu kveikjaraloga á leðrið og það fuðraði ekki upp. Good point.  Hvar voru rennilásarnir til að tengja við jakkann? Hvergi. Hvorki stutt í bakið eða 360°.  Hlífar á hnjám og mjöðum. W'll fix that.  Yeah sure. Þeir voru með hlífar sem ég hefði getað klippt út úr Bónus tjalddýnu.  Kostar 1000 euros my friend back in Germany, sagði þjóðverjinn sigri hrósandi, I am professional, I know real leathers from copies.  Yess.  Ég fór í dæmið, alltof þröngt um hnén, alltof vítt um mittið. Samt gaf smellan sig í mittið þegar ég andaði djúpt.  Rennilás á jakka sem ég prófaði gaf sig við fyrstu upprenningu.  You'll get it for 300 USD my friend.  Ég bauð kannski 100 ef hlífar sem ég prófaði myndu virka.  Þær virkuðu ekki. Gaurinn bauð 150 USD. Saumar voru að gefa sig ef ég beygði mig.  Enginn díll.  Heppinn að komast út óbarinn, en með fullt af tei í maganum.

Moral of the story: Ekki kaupa tyrkneskt eða á túristastöðum.  Kaupa af viðurkenndum aðilum.  Louis býður þessar fyrir 130 evrur (ca 23 þús kr) ef þú átt leið um Þýskaland, www.louis.de .  Hef keypt af þeim gegnum postorder og virkar 100%.  150%.  Alpinestar og þekkt merki hafa verið skotin niður í testum þannig að verð er ekki alveg sama og gæði.  Nema í Tyrklandi.

louis_ledur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband