22.6.2009
Honda með ný V4 hjól 2010
Honda heldur áfram að endurbæta V4 mótora, er með einn í VFR800 hjólinu og fleiri hjól eru í bígerð sem 2010 árgerð. Honda byrjaði snemma með V4, eitt af þeim flottari er NR 750 hjólið sem kom 1992. Hver strokkur var sporöskjulaga og í reynd tvær stimpilstangir á hverjum stimpli, eins konar dulbúin V8 sem V4. 8 ventlar á hverjum strokki, 32 stykki alls. Með því að hafa stimplana svona breiða var hægt að hafa slaglengdina stutta og þar með var hægt að þeyta rokkinn í yfir 15.000 snúninga, sem var mikið þá. Hestöflin voru 125, sem þætti ekki mikið í dag, en þarna var fullt af nýjungum eins tölvustýrð innsprautun, pústið undir tailinu, carbon hlífar, títanlögð framrúða o.fl. Nú er bara að sjá hvaða fídusum Honda treður inn í nýju V-fjarkana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.