17.6.2009
Fleiri krúserar frá Triumph
Því var haldið fram hérna á síðunni að Triumph Thunderbird 1600, nýi krúserinn frá Triumph, væri fyrsti alvöru krúserinn frá bretunum. Það má deila um það, Triumph framleiðir tvö hjól sem er hægt að flokka sem krúser, blendinginn Bonneville America og malbiksrifjárnið Rocket með 2,3 L mótor. America er afbrigði af Bonneville, með lægri sætishæð, meira hallandi framgaffal og búið að krukka í mótor til að ná fram meira togi á lægri snúningi. Helsti kosturinn við America er lág vikt, aðeins 226 kg þurrt (sem er ca 25 kg lægra en í sambærilegum krúserum, t.d. Suzuki Boulevard 800) og sprækur mótor. Mótorinn er hliðstæður tvistur, 865 cc, 62 hestar við 6800 sn. og togið 74 Nm við 3300 sn. Verðið í Bretlandi er líka í lægri kantinum, ca 6.200 pund nýtt, notuð mun ódýrari. Svo er þetta Triumph, rock'n'roll attitude!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.