9.5.2009
Hvað er gott "reiðhjól" ?
Naked hjól eða streetfighters eru frábær tæki en þegar kemur að því að reiða farþega þá hafa þau einhverja ókosti. Naked eru yfirleitt létt hjól og stutt sem er galli þegar maður reiðir. Það skiptir líka máli hvar farþeginn situr. Stór hluti af lengdinni á naked hjólum er í plastdraslinu fyrir aftan hnakk. Sem þýðir að farþeginn er í bakinu á manni allan tímann, þrátt fyrir höldur. Það skiptir líka miklu máli að togið (í Nm) sé mikið og komi inn á lágum snúningi þegar bætt er við 50-90 kg aftast á hjólið - upp á keyrslu á litlum hraða. Létt hjól þola hliðarvind ver en þung hjól en þyngdarpunktur skiptir líka máli. Hvað á þá gott "reiðhjól" að hafa? Nokkur atriði:
* Mikið tog (80-90 Nm eða meira) á lágum snúningi
* Þokkalegan kraft (90 Hp+) á ekki of miklum snúningi
* Langt á milli hjóla
* Þokkalega breitt stýri, gjarnan stillanlegt
* Gott sæti fyrir farþega með stoppi (með reim eða steypt þannig, má líka laga með aukahlutum)
* Þokkalega stóran bensíntank (18-20 L eða meira)
* 200 kg eða meira
Upp á lengri ferðir væri líka gott að hafa pláss fyrir hliðartöskur þó maður sé með farþega.
Eitt í hópnum af góðum reiðhjólum:
Suzuki Bandit 1250S: 98 hp/7.500, 108 Nm tog/3.700, hjólhaf 148,5 cm, 229 kg þurrt, 19 L tankur
Nánast Cruiser tog á lágum snúningi en samt hægt að leika sér án farþega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.