22.4.2009
Sterkur single Yammi
Yamaha MT-03 er eins strokka dýrgripur, að vísu bara um 47 hestar / 6000 sn. og 56 Nm/5700 sn. tog en samt, flottur frágangur og bara gaman. 660 cc, 174 kg og frekar há sætishæð. Yamaha á einhvern lager af þessum hjólum, danska Yamaha býður helmingsafslátt, hjólið hefði átt að kosta um 130.000 dkr en er á tilboði núna á 70.000 dkr. Þar sem skattar eru háir í Danmörku á hjólum þá er aldrei að vita nema að Mótormax bjóði þessi hjól á skikkanlegu verði hér heima, ef þeir komast inn í þennan díl. Þetta hjól biður mann um að koma út og leika!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.