13.4.2009
Sjálfskipt Prilla
Aprilia Mana 850 er komin á markað í Danmörku og verðinu hefur verið potað niður í 130.000 DKK, sem er ekki slæmt, miðað við að hjól eru almennt dýr í Danmörku, skattpíningin jafnvel meiri en hér. Mana er með V-2 mótor, 840 kúbík, 76 hestar og hlaðið nýjungum. Stærsta nýjungin er sjálfskipting með handskiptivali, einir 3 valmöguleikar á skiptingu: 7 gíra handskipting, 1-upp/niður á sjálfskiptingu og svo venjuleg sjálfskipting. Stórt farangursrými (rúmar hjálm o.fl.) þar sem bensíntankurinn er venjulega, í staðinn er bensínið geymt undir sætinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.