Ducati Streetfighter fær spólvörn sem standard

Ducati býður 8-þrepa spólvörn (Traction Control) á þremur hjólum, 1098 R Bayliss, 1198 S og nýja Streetfighter S.  Alvöru MotoGP búnaður sem er aðlagaður að götuhjólum.  Þetta þýðir t.d. að það er hægt að svína upp úr beygjum eins og meistari án þess að missa afturdekkið í spól.  Með 155 hesta í afturdekkinu í Streetfighter þá hljómar það nokkuð vel.  Áttunda þrepið er fyrir byrjendur, rest fyrir lengra komna.  Fyrir nörda þá er linkur á pdf skjal sem útskýrir dæmið hér.

Ducati_streetfighter2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband