5.1.2009
Dísel 2x2 ferðahjól
Track T800 er dísel ferðahjól sem vegur ekki tonn eða er mínútur í hundraðið. Kemur frá hollenska framleiðandanum EVA og er bara sprækt, þar fyrir utan með drif á báðum hjólum, framdrif með glussadrifi og drifjöfnun milli hjóla. 3ja cyl 800 cc common-rail dísel, um 50 hp og um 130 Nm tog. Eyðslan um 2,5 L á hundraðið sem ætti, með 22 L tanki, að gefa drægni upp á um 1000 km eða 2x-3x meira en sambærileg bensínhjól. Hámarkshraði um 175 km/klst og um 3,75 sek í hundraðið. 199 kíló þurrvikt. Verðið um 17.500 í Hollandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.