30.9.2008
Suzuki með nískuútgáfu af 650
Suzuki er með nokkur hjól í 600 cc klassanum og kynnti nýlega Gladius 650 eða SVF650 sem 2009 módel. Ekki er víst að það komi í staðinn fyrir SV650N en líklegt. Sami mótor. Hjólið er kynnt um svipað leiti og budget Fazer frá Yamaha, Diversion 600. Bæði hjólin eiga að keppa við Kawa ER-6n sem byrjendahjól. Bæði Súkkan og Yamminn hafa sleppt léttmálmsstelli og sett eitthvað af stáli í staðinn - sem sparar pening þegar ál kostar á við gull. Svipuð þyngd og afl, 650 cc V2 í Súkkunni, 600 línufjarki, niðurtjúnaður, í Yammanum. Þyngdin aukist um 30-35 kg í Súkkunni miðað við gamla SV650n, retrólúkkið farið á framljósinu en meira naked útlit en á Diversion, sem er með hálf-kápu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.