19.9.2008
Ný K-lína frá BMW
Menn telja að BMW komi með uppfærða K-línu fljótlega, a.m.k. sást til þessa hjóls á Salzburgerring. Talið að mótorinn verði stækkaður í 1300 kúbik, yfir 180 hp og yfir 150 Nm í togi. Slagurinn tekinn við Hayabusa og Z1400. K-línan hefur verið með línufjarka (ekki boxer) en það sem er nýtt í þessu er einfaldur gafall (mono-fork) að framan og þá með duolever tækninni sem hefur áður sést á K-hjólunum og þá á tvöföldum gaffli. Einfaldur gaffall þýðir einn stóran bremsudisk væntanlega... Duolever er með einn dempara og gorm. Kosturinn er meiri möguleikar á stillingum og minni bremsudýfa að framan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.