16.9.2008
Yamaha uppfærir R1
R1 er toppracer frá Yamaha og keppnishjólið er núna efst í stigatöflunni í MotoGP þar sem Rossi liggur í beygjunum. Kynnti nýlega uppfærslu á R1 sem 2009 árgerð, ekki mikið gert með mótorinn enda fáir til að kvarta yfir aflleysi. Nýr sveifarás sem gefur tvo extra hesta, alls 182 við 12.500 sn. og bætt tog upp á 115 Nm við 10.500 sn. Kútar undir sæti halda sér en í nýju formi. Stell og kápur eru nýjar og nýr léttmálmsafturgaffall. Bara glæsilegt. Hnakkaskrautið er þó bara til í stuttar ferðir...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.