8.8.2008
Yamaha með tvígengis götuhjól?
Menn halda að bæði Yamaha og Honda séu að þróa nýja tvígengismótora, mótorar sem hurfu milli '70 og '80 í götuhjólum vegna mengunar. Það var fyrir daga tölvutækninnar í innsprautun. Kosturinn við tvígengið er mikið lægri mótorvikt, betri afköst og lágur framleiðslukostnaður. Með fullkominni tölvustýringu á innsprautun, ventlum o.fl. og lokaðri smurrás (enginn blár reykur) mætti fá 70 hesta út úr 350 cc mótor og hjól upp á 130-140 kg :) . Smurð elding, takk fyrir. Tölvuteikning af nýjum Yamaha RD350 (sem var einu sinni til og braut mörg bein í óvönum) gæti litið svona út.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.