14.6.2008
Réttur dempari skiptir máli
Feisum það, ef framleiðendur ætla ná verðinu niður á hjólum þá byrja þeir að spara á íhlutum t.d. dempurum. Racer hjól eru með fyrsta flokks dempara og verðið er eftir því. Afturdempari, rétt stilltur og vandaður, skiptir gríðarlega miklu máli. Réttur afturdempari límir afturhjólið við malbikið í beygjum, ódýr dempari (plús léleg eða köld dekk og lágur loftþrýstingur) gefur kúlulegutilfinningu. Nitron í Bretlandi framleiða fyrsta flokks dempara og smíðagæðin eru mikil. Sérkútur fyrir gasið í dýrari týpunum eins og í Öhlins dempurum, sem eru í flestum gæðahjólum. Nitron framleiðir í flest hjól og þeir koma forstilltir miðað við upplýsingar sem maður gefur þeim (road/track, þyngd). Hægt að stilla forþrýsting, rebound dempun og, ekki síst, stiglaus lengd sem þýðir að maður getur á einfaldan hátt stillt sætishæð. Not bad. Verðið frá 250 til ca 500 pund í Bretlandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.