Dýr merki í djúpum

Leðurgallar (bæði heilir og skiptir) voru prófaðir í Ride blaðinu, samantekt hér.  Menn prófuðu slitþol ProBiker_galli(abrasive), rifþol (tear), sauma, rennilása o.fl.  Ekkert samband var á milli verðs og gæða því Hein-Gericke galli á 200 pund kom einna best út í heilum göllum en Alpinestars galli á 1.500 pund (ca 250-350 þús hér) kom illa út, eins Dainese á 1000 pund.  Það er ágætis Hein-Gericke búð á Great Western Road í miðbæ Glasgow.  Þessi nýi tvískipti (2 pc) galli frá ProBiker (ekki prófaður) virðist vera vandaður, ytri carbon hlífar, tvöfalt leður á álagspunktum o.fl.  Kostar 200 evrur hjá Louis sem ætti að gera ca 42 þús hingað kominn (€=124), 25 kall ef menn kaupa hann úti í Berlín eða Hamborg. Svo er bara hvort menn fíla hvíta racer lúkkið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband