8.5.2008
Ódýr Evrópuracer frá USA
Fischer racer er hannaður af bretanum Glynn Kerr sem hefur komið nálægt ýmsum evrópskum hjólum t.d. Aprilia, Triumph og Ducati. Fischer MRX er léttur racer, framleiddur í USA, með 650 cc V2 mótor frá Hyosang í Kóreu, stíft álstell, Ohlins dempara og Brembo bremsum. Gamli Súkku SV650 mótorinn á licence, peppaður upp í 92 hö/77 Nm og sprækt, evrópskt útlit, ólíkt öllu því sem frá USA kemur. Aðeins 167 kg þurrt. Verðið um 8 þús USD sem ætti að gera um millu hingað kominn. www.fischer1.com
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.