30.4.2008
Nýr köggull frá Honda
Honda sýndi nýjan köggul (muscle bike eða streetfighter) í vetur, CB1000R sem á að koma í staðinn fyrir gamla CB900 Hornet. Spekkar liggja ekki alveg fyrir enda ekki farið að framleiða hjólið enn. Talið að mótorinn, 4 cyl lína frá racernum Fireblade, verði tjúnaður niður í 127 hö/10.000 og 100 Nm/8.000 sn. Viktin 194 kg þurr. Ýmislegt annað frá hinum velheppnaða Fireblade t.d. bremsur og demparar. Hjólið á að keppa við köggla með svipað rúmtak eins og KTM Super Duke, Yamma FZ1n og Kawa Z1000. Flottur mono afturgaffall en pústið er eins og loftræstistokkur. Yamminn, FZ1n, hefur þó enn vinninginn í krafti, 150 hö og 106 Nm við sömu snúninga, niðurtjúnað frá R1 racernum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.