B-King komið með íslenskt verð

B-King er ofurhjól frá Suzuki, þetta outrúlar öllum streetfighterum á markaðnum, Yamaha með sinn MT-01 á ekki sjens.  Ofurhestöfl, ofurtog, álstell sem rúmar þetta allt saman.  B-king var sýnt sem hugmyndahjól árið 2001 og þá stóð Bé-ið fyrir Bi-turbo, menn ætluðu sér stóra hluti með tveim forþjöppum.  Síðan kom vopnahlé í baráttu risanna um hestöfl, menn ákváðu að takmarka hraðann við 300 km/klst.  Með Hayabusunni í 2008 módelinu komu súkkumenn með mótor sem gerði turbo óþarft, miðað við 300 km markið.  1340 cc mótorinn í Hayabusunni var nægur.  Í B-King er búið að tjúna þennan 4 cyl línumótor niður í 184 hö /9500 og 145 Nm/7200, 235 kg þurrvikt.  Enda hver vill vera á naked á 300 km hraða?  Nú er B-king komið í framleiðslu og fyrstu hjólinn berja malbikið hér í vor.  Hægt að svissa milli 140 hö og 184 hö.  Feðgarnir í Suzuki hjólaumboðinu eru varkárir og gefa upp verð með öllum mögulegum fyrirvörum, verð fyrir B-King er upp á 1.920 þús sem er gott verð (í ónýtri krónu) fyrir hugsanlega besta streetfighter í heiminum í dag.  Ameríkanar hafa sett forþjöppur í B-King og fá 550 hö, anyone...

B-KING_2B-king_3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband