Afturhjólstjakkur frá Louis.de

Testaði Schuberth hjálminn í dag, sólglerið alger snilld.  Pantaði hann á laugardegi og hann var kominn frá Louis.de á föstudegi.  Flíspassaði. Enginn tollur á hjálmum, bara vaskur sem maður getur kannski fengið endurgreiddan þ.e. þýska vaskinn.  25 kall, kostar 80 kall hérna heima.  Nú er pæling að taka inn afturhjólatjakk sem gerir allt viðhald á afturhjólinu auðveldara, keðjusmurningu, keðjustrekkingu, lofttékk, þrif etc.  Hjólið stendur líka beint með þessum tjakki til að tékka á olíu og spara pláss í skúrnum, hjólið hallar ekki.  Þetta er þýsk gæðavara frá Moto-Detail, stillanlegt bil og gúmmígrip.  Verðið er 30 evrur úti sem gerir ca 6.300 til 7.100 kr eftir því hvað margir panta, því fleiri því ódýrara, hugsanlega má fá þúsara pr stk. tilbaka til viðbótar ef við fáum vaskinn niðurfelldan hjá Þjóðverjum.  Einnig hægt að fá hjólasnúning t.d. fyrir framhjól á sama verði frá sama framleiðanda.  Er líka að spá í upphituð handföng fyrir mjög svala miðaldra menn, svo ofursvala að þeir fá kuldadof í fingur yfir Hellisheiði á venjulegu íslensku sumarkvöldi.  Verð ca 8.800 kr fyrir hitara, deluxe týpa með stillanlegum wattafjölda.  Öll verð miðuð við 115 kr/€.  Hringið í mig eða mailið, ég panta a.m.k. tjakkinn fyrir mig á mánudag - nema að krónan fari til helvítis þann daginn, þá verður kæling á öllu. Smellið á myndir til að stækka, smellið á linka fyrir neðan myndir til að fá frekari upplýsingar.

Afturhj_tjakkur Afturhj_tjakkur_2  hjolarullur  handfangahitarar
Linkur                       Linkur                      Linkur                       Linkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband