25.4.2008
Goldwing á Herbalife: Evo 6
Honda kynnti nokkur hugmyndahjól á sýningu í haust m.a. þennan streetfighter, Evo 6, með 6 cyl boxer mótor úr Goldwing sófasettinu, 1800 cc. Boxerinn í Goldwing er um 118 hö/5.500 og togið um 167 Nm/4.000 sn. Sennilega verður þessi mótor, kominn í Evo 6, tjúnaður fyrir fleiri hestöfl og minna tog og menn lofa megrun upp á 200 kg eða þar um bil, miðað við Goldwing. Goldwing er núna yfir 400 kg (votvikt) þannig að ekki veitir af smá aðhaldi. Auðvitað verður Goldwing framleitt áfram í óbreyttri mynd, rétt eins og Viagra og Lazy-boy...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.