23.4.2008
Nýr Bimmi - HP2 Sport
BMW er komið með nýtt hjól, blöndu af racer og streetfighter, HP2 Sport, eiginlega mest racer. 2 cyl boxermótorinn, 1200 cc, kemur frá R1200S en með nýjum heddum (tvöf. kambás) o.fl. sem gefur kraft upp á 130-140 hö og 115 Nm tog. Breitt afturdekk þannig að hægt er að halla hjólinu þar til strokkarnir fara að neista í malbikinu. Ohlins dempari (Svíþjóð) að aftan og Brembo (Ítalía) bremsur að framan. Ný hugsun fyrir besserwissera, ekki endilega allt best í Munchen. Það á greinilega að hella sér í slaginn við Japani sem hafa einokað racera í 20 ár eða meira - og fleiri racer hjól á leiðinni frá BMW. Verklegt tæki!
Linkur á flott vídeo af hjólinu in action hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.