18.4.2008
Bimota – léttur götustrákur
Enn einn ítalskur götustrákur (street fighter) með fuglabeinagrind (XXXX) í stelli sem ítölum finnst möst fyrir naked hjól - eða bara öll hjól, Ducati innifalinn. Sama hvað menn segja um ítalska hönnun, þessi hönnun er að verða þreytt á hjóli eftir hjóli - þó að fuglar hafi fundið hana upp. Bimota er orðið sjálfstætt aftur (eftir skilnaðinn frá sænska Husaberg) og ætlar að koma sér í sjaldgæfa hópinn, uppblásið merki, feitur verðmiði, tvísýn gæði, mikill hagnaður. 1100 cc loftkældur V2 mótor, 95 hö/8000, 103 Nm tog við 4750 sn. Flottar tölur í togi, lágur snúningur. Samt klassísk ítölsk hönnun og bara 170 kg þurrvikt sem hlýtur að vera met í 1100 cc flokknum. Verð í Bretlandi? Lítil 16.600 pund sem ætti að gera ca 4 millur hingað komið. Klikkað verð. Allavega má kíkja á prjónið (wheelie-ið) á videóinu (keyra 2svar til að fá flæði).
Video:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.