6 cyl Suzuki í haust

Suzuki Stratosphere var sýnt sem hugmyndahjól (concept) á sýningu árið 2005 og nú telja menn að Suzuki setji gripinn í framleiðslu sem 2009 árgerð.  Menn spá að þessi nýi 6 cyl 1100 cc Suzuki verði sá kröftugasti frá Súkku hingað til, yfir 200 hö og tog á við Herjólf.  En 6 cyl hjól hafa komið áður, bæði Benelli og Honda komu með svona gripi á áttunda áratugnum.  Gallinn var að menn voru með nánast þverstæða hurð fyrir framan lappirnar og viðgerðareikninga dauðans.  Triumph og Honda (í Goldwing og Rune) hafa haldið við 6 strokka (V eða boxer) og höfðað til eldri geirans. Það nýja er að Suzuki hefur pakkað þessum 6 strokkum í línuform sem tekur svipað pláss 4 cyl línumótorar.  Sett nýja fídusa í rafkerfið, t.d. díóðu framljós og sett racer lúkk á dæmið.  Plús að halda viktinni niðri, nokkuð sem Hondu dytti aldrei í hug með Goldwing.  Verðmiðinn?  Hærri en menn eiga að venjast frá Suzuki. En hver vill ekki hafa 6 rör á milli lappana?

Strat_7_900 Strat-3_900


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband