10.4.2008
Schuberth kjálki á útsölu
Feisum það, við erum með frekar lélegar dollur á hausnum. Þó að AGV hjálmurinn minn sé á 30 þús hérna heima þá er enginn vandi að fá sér meiri gæði á hausinn - og þar með dýrara. Schuberth er í flokki með Shoei og þykja top of the line. Löggan notar t.d. Schuberth C2 kjálkahjálm sem ættu að vera meðmæli. Louis.de er að bjóða Schuberth Concept kjálkahjálma á 150 evrur sem ætti að gera um 30 þús hingað komið, þó er það bara silfur sem er í boði á þessu verði, en í öllum stærðum. Innbyggt sólgler. Aðrir litir eru dýrari, 250 evrur. Þessir hjálmar kosta um 80 þús. hérna heima. Koma í stærðum sem eru með 2 cm millibili þannig að það ætti að vera auðvelt að fá hjálm sem passar, þó maður hafi ekki mátað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.