6.4.2008
Benelli fyrir byrjendur
OK, það ráða ekki allir við 135 hesta og 125 Nm í 3 cyl 199 kg pakkningu eins og 1130 cc hjólin frá Benelli eru. Eða verðmiðann, 8-9000 pund í Bretlandi. Benelli hefur tekið mark á þessu og búið til nákvæmlega jafnfalleg hjól í minni útgáfu, 117 hö/10.500 sn og 79 Nm/8.500, 199 kg þurrvikt. 900 cc sem ætti að geta hrætt byrjendur án þess að drepa þá strax. 7000 pund í Bretlandi sem ætti að gera ca 1,2 - 1,3 m.kr. hingað komið ef pundið fer eitthvað niður. Fleiri töff liti, Benelli!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.