28.3.2008
Benelli - hjólið, ekki byssan
Benelli á Ítalíu hefur framleitt hjól (og byssur) lengi en er kominn með línu sem er inniheldur bæði naked, ferðahjól og racera. Ferðahjólið minnir á supermoto, í evrópskum stíl, hátt undir lægsta punkt, frekar litlar felgur með götudekkjum og nokkuð langt milli hjóla. National Powersports í Boston (sem margir íslendingar hafa skipt við) er að selja þessi hjól á USD 13 - 14.600 sem gerir ca 1,8 - 2,2 millur hingað komið, auðvitað ódýrara beint frá Ítalíu. 3 cyl 1130 cc línumótor með ca 125-135 hö og 115 - 125 Nm, við lágan snúning, þyngd ca 200 kg. Racerinn líka núorðið með 1130 cc mótorinn tjúnaður í 160 hö. Samsett stál og álstell. Töff hjól og ekki spillir nafnið. Alls staðar toppeinkunn, toppíhlutir. Náum okkur bara í umboðið!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.