7.3.2008
Ný Honda CBF600
Honda er búinn að uppfæra millistærðar sport-tourer, CBF600, litli bróðir CBF1000 sem Honda umboðið bauð á rúmlega miljón kall í haust. Þessi CBF600 er með hálf-kápu, 600 cc mótor sem framleiðir 77 hö við 10.500 sn. og tog upp á 59 Nm við 8.250 snúninga (sem er minna tog en SV650 og ER6n framleiða). Heil 217 kg, eða um 40 kg þyngra en okkar hjól. Hondan alltaf í stálinu... Sætið með stillanlegri hæð. Laglegasta hjól, örugglega með góða ásetu. Alvöru mælar fyrir snúning og hraða (analog ekki digital) og alvöru bensínmælir. Fleiri myndir á topspeed.com.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.