28.9.2012
Nýr Yammi FJR 2013
Myndir hafa lekið á netið af uppfærðum Yamaha FJR 1300 ferðahjóli. Nýir mælar, nýjar hliðarkápur, aðeins breytt grind, að öðru leyti eins hjól og kom nýtt 2001, með ABS 2003, val á sjálfskiptingu 2006. Hjólið er 142 hestar v. 8000 og 134 Nm tog v. 7000 og hefur löngu sannað sig sem frábær tourer. Yamaha virðist ekki ætla að breyta mikið góðri uppskrift en engir nýir spekkar á mótor hafa lekið út. Hjólið verður sýnt á sýningunni í Köln í næstu viku.
Löggan er með þetta hjól eins og allir vita og hafa stimplað útlitið inn í minnið. Þegar löggan losnaði við Harald Davíðs beljurnar og fór að nota þetta hjól fór hún að ná árangri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.