21.3.2012
Bimota DB9 með orkupakka frá Ducati
Bimota kynnti nýjan streetfighter í vetur, DB9 Brivido, með mótor frá Ducati, Testastretta 11 sem er að finna í Ducati Diavel og fleiri hjólum frá Ducati. Mótorinn gefur 162 hesta sem er gott í 177 kg hjóli. Hjá Bimota byggja menn utan um driflínu frá öðrum framleiðendum en leggja sjálfir til stell úr áli og króm-molybden léttmálmi. Bremsur frá Brembo, púst frá Arrow, gaffall frá Marzocchi og svo skreytt með koltrefjum. Frágangur í sérflokki. Verðið er ekki fyrir dauðlega.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.