26.5.2011
Honda með nýtt 700 cc með DCT
Honda kom með tvöfalda kúplingu (DCT) í nýja VFR 1200, tækni sem gerir hjólið hálfsjálfskipt og hefur verið til í Audi/VW bílum. Tvöföld kúpling þýðir að ein kúpling sér um oddagíra (1., 3. og 5.) og önnur kúpling um jafna gíra (2., 4. og 6.). Þegar einum gír sleppir er næsti gír tilbúinn og kúplaður. Nú hefur nýtt 700 cc hjól verið spottað á þessari njósnamynd, fyrir utan DCT er hjólið frekar low-tech, hliðstæður tvistur, sprækt án þess að vera ofurhjól. Verður sýnt í Milano í nóvember og í sölu á næsta ári.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.