4.3.2011
SR 500 í sparifötum
Yamaha er "feel-good" hjól, retro jálkur með töff útlit á sínum tíma. Einn strokkur, kick-start sem skildi annað hvort hjólið eftir í gangi eða eigandann upp í tré. Hörku sleggja með flott sánd. Engin afköst í dag en þjóðverjar hafa tekið dæmið og sett í spariföt, léttmálms gaffall, Wilbur demparar, Harley tankur, svartar teinafelgur, scrambler týpa af pústi og blandað gott í poka frá Kedo Performance Products.
1993 módelið (með þeim síðustu) gaf þó bara 24 hp/6000 sn og 36 Nm tog á eins strokka loftkældum en það eru sjálfsagt til fullt af miðaldra gæjum sem eru tilbúnir í verðmiðann, sem er ekki gefinn upp.
Orginallinn lengst til vinstri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.